Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 67

Heimsmynd - 01.10.1992, Blaðsíða 67
Bókin lýsir frekar hörðum heimi alvarlegs jazzmúsikants sem einkennist af vafasömum lifnaðarháttum, kynþáttafordómum og alls kyns vandamálum sem að miklu leyti skrifast á sérkennilegan persónuleika þess manns sem bókina skrifar. Þótt Mingus eyði mestu púðri í að tala um sjálfan sig, lýsir hann mörgum skrýtnum fuglum sem verða á vegi hans, þar á meðal Fuglin- um sjálfum, Bird, eða Charlie Parker (sem lifði líklega hraðast allra félaga sinna ef marka má krufningu hans sem leiddi í ljós að á 35 árum hafði hann lifað ein 60), og lýsingarnar á jazzheiminum eins og hann var á fimmta og sjötta áratugnum urðu til þess að maður fór að forvitnast um þann heim sem jazzmenn hrærast í nú til dags. Jazztónlistin hefur gengið í gegnum margar breytingar á síðustu áratugum og um leið hafa aðstæður þeirra sem hana flytja, og lifnaðarhættir eflaust líka, breyst ansi mikið frá því sem Charles Mingus lýsir í bók sinni. Aður en ég fer að velta aðeins fýrir mér stöðu jazzins í dag, svo ég noti nú hálf bókmenntafræðilegt orðalag, langar mig til að bera örlítið niður í fyrsta kafla sögu Mingusar. (Það mætti líka verða til þess að vekja áhuga á þessari sérstöku bók sem óhætt er að segja að eigi sér enga líka.) Þar er Mingus að rekja raunir sínar fyrir sálfræðingi nokkrum. Samtal þeirra er með fjörugasta móti; Mingus er ekkert að gera lítið úr persónuleika sínum, og sálfræðingur- inn, sem greinilega er sjúklingi sínum vel kunnugur, sér stöku sinnum ástæðu til að efast um sannleiksgildi þess sem hann segir. Til dæmis finnst honum ótrúlegt að Mingus hafi haft samfarir við tuttugu og þrjár mexík- anskar hórur á einni nóttu, og á leiðinni heim stöðvað bíl sinn og fróað sér vegna þess að hann hafði ekki fengið nóg með konunum! Orðaval tónskálds- ins er síður en svo teprulegt og ekki eftir hafandi á þessum vönduðu tímum. En sálfræðingurinn vill afgreiða söguna sem helbera lygi; að Mingus sé sjúk- lega upptekinn af að sanna karlmennsku sína og svo framvegis, en nei; Mingus stendur á því fastar en fótunum að sagan sé sönn, hann hafi, með einhverslags dauðahvöt að leiðarljósi, eytt þessari nótt með konunum í þeirri von að karlmennska hans mynda ríða honum að fullu og hann myndi deyja burt úr þessum heimi... Ef ég dæmi út frá takmarkaðri vitneskju minni um líf og störf jazzfólks á þeim tímum sem ég talaði um áðan, er Ijóst að heimur þess var mun villtari en hann er nú, fýrir utan það að tónlistin var byltingarkenndari og vafalaust meira skapandi en gengur og gerist hjá lærðari og agaðri jazzleikurum sam- tímans. Þessi litla saga af Mingus hér íýrir ofan, þótt ekki snerti hún tónlist sem slíka, er kannski dæmigerð, hversu lygileg sem hún hljómar, fýrir þann kraft og mér liggur við að segja ósvífni sem einkennir mikið af jazztónlistinni um og eftir bebopið. Þennan frumstæða kraft finnur maður í mörgum af hljóðritunum Mingusar og annarra manna sem enn í dag er verið að sækja áhrif í. Til dæmis er vandfundinn jafn mikill sprengikraftur og frumleiki í saxófónsblæstri og í upptökum Parkers, enda er endalaust verið að vitna í hann í tónlist og á prenti. Þessir tveir menn sem ég hef gert að umtalsefni áttu oft erfiða daga vegna litarháttar síns, lifnaðarhátta og tónlistarinnar sem þeir frömdu, og það er svolítið athyglisvert að bera saman tónlist þeirra og líf annars vegar og hins vegar jazzheiminn eins og hann kemur manni fýrir sjónir í dag. Því eins og ég sagði er jazzinn orðinn mun verndaðara listform en hann var, og mér hef- ur oft fundist að hann hafi misst mikið við það að verða fræðilegri og slípaðri og þar af leiðandi meðhöndlaður meira sem hluti af hinni svokölluðu há- menningu. En það að verða teknir jafn alvarlega og hin svonefndu alvarlegu tónskáld var eitt af keppikeflum Mingusar og Parkers; þeir vildu komast út úr búllunum og upp á svið stóru og virtu tónleikahallanna. Það sjónarmið þeirra er mjög skiljanlegt í ljósi þess að þeir voru sér meðvitaðir um að þeir voru að framleiða nýja og skapandi tónlist sem átti sér langan aðdraganda og þarfnaðist þrotlausrar ögunar. (Þótt stundum sé erfitt að gera sér í hugarlund mikla ögun á þeim bæjum ef haft er í huga skapferli þeirra og líferni.) En hvort sem jazz á heima undir hatti alþýðumenningar eða hámenning- ar, er staðreynd að hann er mjög áberandi sem einhvers konar umhverfis- hljóð eða hálfgerð lyftumúsík, og fýrir mér er það helst þannig sem maður hefur upplifað hann á Islandi. Jazzheimurinn hérlendis er skiljanlega ekki mjög stór en mér hefur lengi fundist að afskaplega lítil nýsköpun eigi sér stað innan formsins og að þrátt fýrir að flestir íslenskir jazzleikarar neyðist til að stunda tónlistina í frístundum, fmnst mér að hægt sé að gera þá kröfu til þeirra að tekið sé mið af nýjum straumum og uppfinningum, hvort sem spil- ararnir eru tvítugir eða fimmtugir! Því ef litið er á það sem er að gerast erlendis, og það er nokkuð sem ís- lenskt jazzfólk yfirleitt gerir, eru það ekki síður eldri jazzleikarar og tónskáld sem stöðugt eru að endur- nýja hefðina. Til að fá álit annarra á því sem ég er að segja spjallaði ég stuttlega við tvo áhugamenn um jazz, þá Ás- mundjónsson, starfsmann hjá tón- listardeild Japis, og Elfar Haralds- son sem nú stundar nám í kontra- bassafræðum í San Diego. Þeir voru nokkuð sammála um að í dag ætti sér stað mikil uppsveifla í íslenskum jazz, og að margir þeirra sem væru að stunda nám og hefðu stundað, í jazzhljóðfæraleik, tækju hlutverk sitt mun alvarlegar en tíðkast hefur hér á landi til þessa. Einnig að það væri mikill metnaður meðal ungs fólks til að gera jazztónlistinni frekari skil en sem felast í því að spila eingöngu vel þekkta slagara með sem allra minnstum tilþrifum. Og að þessi metnaður kæmi sterklega fram í því að ungt fólk legði meiri áherslu á að flytja frum- samda tónlist en að notfæra sér hefðbundið lagaval úr smiðjum viður- kenndra meistara. Ásmundur, sem starfaði lengi með félagsskapnum Jazzvakningu, vildi meina að jazzinn hér á landi væri tekinn fastari tökum í dag en til dæmis fýrir tíu til fimmtán árum; þótt þá hefði talsvert verið að gerast hefði það almennt séð verið meira af áhuga en kunnáttu; núna væri meira um lærða jazzista sem fýlgdust betur með því sem gerist erlendis og til- einkuðu sér tækni eða strauma sem lítið sem ekkert hafa heyrst hér, nema þá þegar erlendir listamenn hafa heimsótt landið og spilað. Það hefur lengi loðað við evrópskan jazz, og þá sérstaklega skandinavísk- an, að vera frekar þurr og akademískur, og oft á tíðum svo yfirmáta ljóð- rænan að það nálgast væmni. Ég veit nú ekki hvort þetta á eitthvað við þann íslenska en eins og ég sagði áðan finnst mér oft sem hann skorti dirfsku og að hljóðfæraleikararnir séu óþarflega hræddir við hljóðfæri sín. í því sambandi dettur mér í hug einn þýskur kontrabassaleikari sem hefur heimsótt ísland að minnsta kosti tvisvar og haldið einleikstónleika í Djúpinu. Sá heitir Peter Kowald og var meðal annars þeldttur fýrir mjög hrjúfa meðferð á hljóðfæri sínu. Svo harkalegur var hann einhverju sinni að honum tókst að mölbrjóta bassann, einungis með því að leika á hann. Þegar ég sá hann spila bjóst ég allt eins við að eitthvað slíkt myndi gerast. Það er kannski ekki sönnun fýrir því að tónlist hans hafi verið góð eða skemmtileg, en ber vott um ágætis viðhorf gagnvart tónlistinni; það að bera ekki of mikla virðingu fýrir hljóðfærinu sem hlut, eða hefðinni sem mælir ekki sérstaklega með því að misþyrma hljóðfær- inu eða nota það á annan hátt en áður hefur tíðkast. Vel flestir þeirra músí- kanta sem spila þá tegund jazztónlistar sem nær eingöngu er spunnin, eða impróvíseruð, hafa hefðina á hreinu og bera virðingu fýrir henni. Enda gerir hún þeim kleift að gera það sem þeir gera. Nýjungamaðurinn og sprellifugl- inn Ornette Coleman á að hafa sagt eitthvað á þá leið að maður ætti að spila tónlistina, ekki bakgrunn hennar... Það má lengi deila um hvort verið sé að hlúa of mikið að jazztónlistinni með öllum þeim virðuleik sem henni hefur hlotnast í gegnum árin. Og hvort verið sé að ræna fólk svolitlu frumkvæði með því mikla námi sem það geng- ur í gegnum. En eitt er víst að jazzheimurinn verður aldrei ofverndaður á meðan til staðar eru persónuleikar á borð við Mingus, sem eitt sinn, staddur í upptökusal með Duke Ellington og Max Roach, tók að elta þann síðar- nefnda með eldvarnarexi á lofti. Með það fýrir augum að koma henni í hann. En Mingus er bara ekki lengur á meðal vor... ■ Charles Mingus lýsir hörðum heimi Jazz- músíkants og vafasömum lifnaðarháttum. 67 HEIMS MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.