Heimsmynd - 01.10.1992, Qupperneq 74

Heimsmynd - 01.10.1992, Qupperneq 74
[bókmennlir] ejtir Kristján Jóhann Jónsson a ö vera til! mín aðferð er að skrifa, segir Roy Jacobsen einn athyglisverðasti rithöfundur yngri kynslóðarinnar Roy Jacobsen er 37 ára gamall norskur rithöfundur, hefur skrifað í tíu ár og gefið út níu bækur. Hann er giftur, tveggja barna faðir og býr í Niðarósi. Hann stundar íþróttir sér til sáluhjálpar og heilsubótar eins og nánast allir Norðmenn og segir að sér líki vel við Islendinga vegna þeirrar sérstöku einstaklingshyggju sem einkenni þá.Roy er afar vinsæll í sínu heimalandi og í fyrra var bók eftir hann lögð fram til Norður- ladaverðlauna. Það var skáldsagan Sigurvegararnir. Það er gaman að tala við Islendinga, segir Roy Jacobsen, sem reynd- ar hefur komið til landsins áður og reynt að átta sig á landi og þjóð. Hér er eins og nútíðin tengist alltaf einhverju í sögunni. Nútíðin ræður yfir sögunni á alveg sérstakan hátt. Eg er nýkominn úr ferðalagi um Vestfirði þar sem við fórum í Geirþjófsfjörð, gegnum sögusvið Gísla sögu og héldum síðan áfram gegnum Dalina og Borgarfjörðinn á leið til Reykjavíkur. Þegar ég var skólastrákur fór ég að hafa gaman að Islendinga- sögunum. Þær gerðu söguna spennandi í mínum augum. Maður var látinn lesa þetta og auðvitað fannst mér tungumálið þungt og ég las íslendingasögur fyrst og fremst sem spennusögur á þessu tímabili. Það eina sem skapaði okkur vandræði þar og þá voru ættartölurnar og þessi mikli mannfjöldi sem sagt er frá. Þar undanskil ég reyndar Hrafnkels sögu Freysgoða sem er glæsileg ritsmíð og stenst allar kröfur nútímans. Ég veit ekki hversu mikil áhrif íslendingasögurnar hafa haft á það sem ég hef skrifað en ég geri mér að sjálfsögðu grein fyrir því að allt sem rithöfundur les hefur áhrif á það sem hann skrifar. Sumt af því sem ég hef skrifað er byggt á stuttum setningum og raunsæislegum lýsingum en ég á það líka til að halla mér að íburðarmeiri stíl. Ég er nokkuð gjarn á að standa í fjarlægð frá aðalper- sónum í sögum sem ég skrifa en mér finnst sú fjarlægð ekki eins og í Islendingasögum. Afstaða mín til þeirra persóna sem eru í mínum bókum er vingjarnleg og viðurkennir rétt þeirra til að haga sér eins og þær gera. Það er auðvitað dæmigerður módernismi. Maður vogar sér ekki að vega og meta heldur lætur sér nægja að sjá og skrifa. Annars er mér ekki vel við svona hugtök. Á nýafstaðinni bókmenntahátíð sátu menn meðal annars á pallborði og ræddu um módernisma og áttuðu sig aldrei á því hver var að tala um hvað. En kannski eiga menn erfitt með að tala um bókmenntir vegna þess að þær eru ekki áþreifanleg stærð. Það hefur ekki tekist að skilgreina bókmenntir eða svara spurningunni: Hvað eru bókmenntir? Bókmenntafræði eru alls ekki vísindi. Það er frekar hægt að kalla hana túlkun. Ég fæst við að skrifa bókmenntir vegna þess að það er mín aðferð við að lifa lífinu. Hugsun okkar er bundin í tungumálinu. Ég held að allir hugsi og reyni að útskýra hitt og þetta af því sem fyrir þá kemur. Ég er nokkuð háður því að nota hugsun mína og tungumál til þess að koma reiðu á tæting tilverunnar. Það held ég reyndar að sé uppspretta bókmenntanna. Munurinn á mér og mínum líkum annars vegar og öllum almenningi hins vegar er einungis sá að við höfum áhuga á eða nennum að skrifa það sem við erum að hugsa og auðvitað ritstýrum við því líka. Þetta er einfaldlega leið til þess að hafa betur í glímunni við heiminn. Dag Solstad sagði einhvern tíma að hann hefði orðið rithö- fundur vegna þess að hann langaði til að verða ríkur og frægur og heilla kvenfólk. Það getur auðvitað enginn rithöfundur svarið alveg af sér en það væri ólíkt gáfulegra að verða rokksöngvari ef það væri meginmark- miðið. Það er líka þannig að ef sá sem byrjar að skrifa kemst að þeirri niðurstöðu að hann eigi heima í bókmenntunum þá verður hann þar áfram. Þar vinna menn þá sína sigra og takast á við sín vonbrigði. Auðvitað á ég ekki við að maður gangi í björg og sinni engu öðru. Ég hef til dæmis gaman af íþróttum. Þar getur maður ekki svindlað eins og í bókmenntunum og það er hollt. Það er sjaldnast nema einn sem hleypur hraðast og það þýðir ekkert að útskýra það með öðru en því að hann var fljótastur að hlaupa. Það er sama hvaða orðhengils- hætti þú bregður fyrir þig, - þú getur ekki skrifað, hlaupið eða stokkið upp á nýtt þó að þér líki ekki útkoman. En það er líka spennandi að taka þátt í einhverju þar sem þú getur annað hvort unnið eða tapað. Ég er dálítið veikur fyrir því sem er einfalt og mælanlegt. Það er góð hvíld frá því óáþreifanlega í bókmenntunum. Það sem sameinar þetta tvennt er sennilega lögunin til þess að sýna hvað maður getur. Mér finnst gaman að sýna hvað ég get og finn til mikillar gleði þegar mér hefur tekist eitthvað sem ég er ánægður með. Þess vegna reyna skriftirnar ekki svo mjög á þolinmæðina hjá mér. Ég þarf að beita mikilli þolin- mæði gagnvart öðrum þáttum umhverfis mig. Börnin mín krefjast þolinmæði. Það gera stjórnmálamenn líka. Þeir kosta mig mikla þolin- mæði. Það kemur líka fyrir gagnvart hinu og þessu að ég þarf að beita mikilli þolinmæði til að berja ekki einhvern í hausinn og nú vil ég und- irstrika að það kemur aldrei fyrir að ég berji fólk en mikið lifandis ósköp getur það kostað mikla þolinmæði. Skriftirnar eru hins vegar aðferð við að vera til og krefjast ekki þolinmæði. Þar er ég að gera það sem ég vil. Núorðið get ég lifað af skriftum og það sem ég geri er að sinna börnum og skrifa bækur og ég kann því vel. Ég skrifa allt á tölvu því þá get ég skrifað eins hratt og mér sýnist og HEIMS 74 MYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.