Heimsmynd - 01.10.1992, Qupperneq 94

Heimsmynd - 01.10.1992, Qupperneq 94
vala matt (framhald afrbls. 41) fannst. Öll sköpun og allar nýjungar kalla á viðbrögð. Og afhverju leyfist fólki ekki að vera einlægt og opið? Það er allt skárra en þetta leiðinda harðlífi sem einkennir umræð- una hér og birtist í neikvæðni og dómhörku. Af hverju getum við ekki sýnt umburðarlyndi. Eg var alin upp í því að dæma ekki fólk. Okkur var sagt að það væri eins og að kasta steini úr glerhúsi. Það hefur enginn efni á því að dæma aðra.“ Á borðinu fyrir framan hana liggur vikurit með forsíðumynd af Woody Allen og stjúpdóttur Miu, sem hann elskar. Hún sýnir fram á þetta með steininn og glerhúsið þegar hún segist hafa sam- úð með Woody þótt margir Bandaríkjamenn tali um næstum sifja- spell í því sambandi. Völu fmnst Woody yndislegur og það hvarfl- ar ekki annað að henni en að Woody sé að fylgja hjarta sínu því maður ráði ekki af hverjum maður hrífist. „Unga fólkið er miklu frjálslegra og opnara en eldri kynslóðirnar,“ segir hún og vísar máli sínu til stuðnings í einkadótturina Tinnu, sem er að hefja nám í Verslunarskólanum og Sólveigu Jónsdóttur, sem er tvítug. „Eg vona að enginn haldi að ég sé beisk. Mér finnst ég betri manneskja þegar upp er staðið. Ævintýrið og endalokin með Stöð 2 eru engin meiriháttar vonbrigði heldur aðeins kaflaskipti.“ En það er önnur Vala sem blasir við henni ef hún horfir á gamla upptöku á Stöð 2. „Eg sakna þeirrar glaðværðar og kátínu sem ég fann svo sterkt til þá. Eg hef þroskast mikið á þessu tímabili og skil sjálfa mig á allt annan hátt en áður. Auðvitað hafa komið tímabil þar sem ég var mjög langt niðri, sérstaklega í tengslum við þetta til- finningasamband. Nú er ég aftur á móti raunverulega sterk í þeim skilningi að ég þori að koma til dyranna eins og ég er klædd. Á tímabili var ég farin að efast um eigið ágæti. Eg reyndi meira að segja að breyta mér í útsendingu, setti á mig dempara og reyndi að líkja eftir yfirveguðum og alvarlegum fréttakonunum. En ég gafst fljótlega upp á því og reyndi það aldrei aftur eftir að Ómar Ragn- arsson kom til mín ogsagði: Vala, ég er búinn að ganga í gegnum þetta sama ogþú. Reyndu ekki að breyta þér. Vertu þú sjálfr' Hún segist hafa lært heilmikið á stuttum tíma. „Þegar maður lendir í krísu fær maður hraðkennslu í þroska og lærir ótrúlega mikið á skömmum tíma. Eg leyfi mér núorðið að sýna á mér veiku hliðarnar og burðast ekki lengur við að brynja mig út á við. Allt frá unga aldri var ég upptekin við að vera sterk og í björgunar- hlutverki.“ Hún tekur upp lítinn plastpoka sem virðist þjóna því hlutverki að vera snyrtibudda, setur á sig bleikan varalit eins og henni einni er lagið, hlær að gagnrýninni sem hún fær fyrir að vera með of klís- traðan maskara á augnhárunum. „Af því að ég hef áhuga á að líta vel út hafa margir verið gagnrýnir og smámunasamir í sambandi við útlit mitt, sérstaklega þegar ég var í sjónvarpinu. Fólk hneyksl- aðist á skærum litasamsetningum og hárgreiðslunni sem passaði ekki inn í þá tísku sem var. Sem hönnuður nýt ég þess að horfa á fallega hluti og ég þekki engan arkitekt sem spáir ekki í það í hverju hann er. Það á illa við mig að vera sett á bás og fylgja hjörðinni. Stundum finnst mér þetta samfélag svo lítið að ég er að kafna. Þá brýst fram í mér andóf og ég reyni að synda gegn straumnum. Mér ofbýður sá materíalismi sem tröllríður nútímanum. Mér finnst við öll gegnsýrð af ofneyslu og efnishyggju. Við höfum gengið á um- hverfi okkar og náttúru. Óttinn við umhverfismengunina er álíka mikill og kjarnorkuváin var fyrir tíu árum. Hin gegndarlausa efn- ishyggja sem hefur gegnsýrt vestræna menningu hefur leitt til kol- brenglaðs gildismats. Ég tek ofan fyrir fólki eins og Paul MacCart- ney og Lindu konunni hans. Þessi auðugi og heimsfrægi maður hefur kosið fábreyttan lífsstíl. Þau búa í litlu þorpi og rækta sjálf sitt grænmeti. Sjálf kysi ég að lifa í þessum dúr. I rauninni á ég mér draum. Hann er sá að setja upp veitingahús í framtíðinni alveg eft- ir mínu höfði. Ég er meira að segja farin að safna hugmyndum í stóra möppu ..." Hún rótar í stórum, svörtum plastpoka merkt- um Pelsinum en hann virðist þjóna hlutverki hliðartösku, grefur upp möppuna og í leiðinni lítið Gtrtíír-ilmvatnsglas, skvettir á sig nokkrum dropum og hverfur á vit framtíðardraumanna.B RAÐSTEFNUHOTEL - með áratuga reynslu af alþjóðlegu ráðstefnuhaldi í boði eru 14 funda- og ráðstefnusalir, búnir öllum tækjum sem nauðsynleg eru fyrir fundi og ráðstefnur: Myndvarpar, myndbandstæki með risaskjá, vídeótökuvélar, litskyggnuvélar, kvikmyndavélar, segulbandstæki, magnarakerfi, túlka- kerfi, telex, telefax, ljósritunarvélar og flettitöflur svo nokkuð sé nefnt. Auk fullkominnar veitingaþjónustu býður Hótel Loftleiðir fjölbreytta heilsu- og líkamsræktaraðstöðu og 1. flokks gistirými sem nýlega hefur verið endurbætt í hólf og gólf. FLUGLEIDIR « SIMl 91-22322 ■ FAX 91-25320
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.