Litli Bergþór - Dec 2017, Page 7

Litli Bergþór - Dec 2017, Page 7
Litli-Bergþór 7 hlýtur að vera mikilvægast að einbeita sér að því sem sameinar, frekar en deila stanslaust um það sem við erum ósammála um. Ef þarf að semja um það sem ágreiningur er um, verða allir að gefa eftir. Síðan er að beita skynseminni þegar ekki er lengra náð í bili. Þannig geta vonandi flestir unnið saman. Skítkast á ekki að líðast, hvorki gagnvart einstaklingum, né heilu flokkunum, þar sem t.d. allir eru settir undir sama hatt sem sitja á þingi fyrir ákveðinn flokk. Það elur á sárindum og virðingarleysi gagnvart skoðunum andstæðinganna. Á góðu þingi þurfa að vera fulltrúar allra hópa í réttu hlutfalli við fjölda fólks í hverjum hóp í samfélaginu. Fjöldi kvenna sá sami og karla og minnihlutahópar þurfa líka að eiga sína fulltrúa. Það hlutfall er á ábyrgð okkar kjósenda og þeirra sem bjóða sig fram. Fulltrúarnir þurfa að hafa samráð við þá sem eiga hagsmuna að gæta og leita málamiðlana milli andstæðra skoðana. Og – enn og aftur, - það er eðlilegt að hafa mismunandi skoðanir, flestir hafa eitthvað til síns máls. Þetta krefst kunnáttu í rökræðum og vilja til að hlusta á rök annarra og kjark til að skipta um skoðun ef fram koma betri rök í málinu. Þeir sem með valdið fara verða svo alltaf að hafa hugfast að peningar og völd eru vandmeðfarinn kokteill, sem geta leitt til græðgi og spillingar. Látum það ekki henda okkur aftur! GS „Kokteill“ það er víst eitthvað sem fer um kokið, en ... „teill“ setur mig á gat. Raflagnir - Viðgerðir Jens Pétur Jóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Tökum að okkur nýlagnir, hönnun raflagna og alla almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. Efnissala og varahlutaþjónusta. Fljót og góð vinna. Sumarbústaðaeigendur athugið að við sækjum um öll leyfi fyrir heim- taug að sumarhúsum og lagningu raflagna Heimasími: 486 8845 Verkstæði: 486 8984 GSM: 893 7101 Gleðileg jól

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.