Litli Bergþór - des. 2017, Síða 15

Litli Bergþór - des. 2017, Síða 15
Litli-Bergþór 15 Árangur: Nú í lok október hef ég tekið eftir að þemavinnan hefur komið fram í leik barnanna og myndverkum þeirra. Dæmi: Nokkur börn hafa tínt laufblöð í vettlinginn sinn í von um að þau breyttust í gullpeninga og skilst mér að hjá einu barni hafi það jafnvel tekist, það fann pening sem líklega var lauf áður. Börnin hafa teiknað í frjálsum tíma Bergþór, hellinn hans, laufið í vettlingnum, stafinn hans og annað sem tengist sögu hans. Ég hef jafnvel séð teikningar í útitíma, í sandinum, hjá sumum börnum. Næst munum við vinna með jarðleir og verður gaman að sjá útkomuna úr þeirri vinnu. Þannig heldur vinnan áfram með börnunum. Markmiðið er að vekja forvitni þeirra ásamt því að kynna fyrir þeim sögu og menningu úr sveitinni þeirra. Þar sem ég hef nú flutt úr sveitinni og mun hætta að vinna í Álfaborg um áramótin, langar mig að þakka fyrir mig og þau forréttindi að hafa fengið að vinna með börnunum ykkar síðustu 24 ár. Horft til Bláfells. Torfi, Hildur Inga, Kristbjörg. Aðalbjörg, Þórður, Torfi, Ásgerður. Leikskólinn hefur verið mér mjög mikilvægur og hef ég lært mikið af því að vinna með öll börn sem ég hef kynnst í starfi mínu. Þar hef ég fengið útrás fyrir þörfina fyrir að segja sögur, syngja, leika og stunda listsköpun og fyrir það er ég þakklát. Við sjáumst þó síðar verði, kveðja, Sigrún Elfa. Ungmennafélag Biskupstungna sendir félögum sínum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár og þakkar öllum þeim sem styrkja útgáfu Litla-Bergþórs.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.