Litli Bergþór - dec. 2017, Side 22

Litli Bergþór - dec. 2017, Side 22
22 Litli-Bergþór Að lokum Við höfum átt mörg högg á golfvöllum bæði innanlands og utan, stundum verið alsæl með spilamennskuna, en dálítið oft smá spæld. Þetta er skemmtilegt og einfalt áhugamál, lítið um að fólk slasi sig og svo er voða notalegt á haustin að taka settið og ganga frá því út í bílskúr. Þar bíður það eftir næsta sumri, eða mögulega skemmtilegri golfferð. Að arka 9 eða 18 holur á golfvelli er frábær hreyfing og getum við mælt með henni fyrir alla sem vilja gera eitthvað gott fyrir sál og líkama. Hjördís Björnsdóttir, Úthlíð er með 22 í forgjöf, spilar tvisvar til þrisvar sinnum í viku frá 20. maí til 15. september. Mesta gleðin í golfinu er að ná hring í góðu sumarveðri á Íslandi með skemmtilegu fólki. Nokkrar staðreyndir um golf: ● Golf er eins og nóló – þú átt að komast í holuna á sem fæstum höggum. ● Það er ótrúlega óþægilegt að halda um kylfuna svo að rétt sé haldið. ● Hvíta kúlan er kölluð bolti ● Það kallast að slá boltann, margir segja skjóta kúlum. Gleðileg jól og farsælt komandi ár. upplýsingar og borðApantanir í 486 1110 eða 896 6450

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.