Litli Bergþór - dec. 2017, Side 23

Litli Bergþór - dec. 2017, Side 23
Litli-Bergþór 23 Á Lambadal eru 19 börn 1-2 ára. Í haust byrjuðu 8 ný börn hjá okkur og hefur aðlögun þeirra gengið vel. Við leggjum áherslu á að börnin læri að vera góð hvert við annað og sýna tillitsemi. Þau eru að æfa sig að fara í röð. Þau halda í „stélið“ á hvert öðru og mynda lest og auðvitað heyrist lestarhljóð í þeim þegar þau ganga eftir ganginum. Oft má sjá kennara og nemendur grunnskólans horfa á eftir þessum krúttum með aðdáun í augum. Þau lífga svo sannarlega upp á tilveruna þessir gullmolar. Í samveru eiga börnin sitt sæti og er það liður í að skapa festu og öryggi hjá þeim. Á hverjum morgni kl. 9 eru hópatímar hjá 2ja ára börnunum s.s. tónlist, hreyfing, myndlist og málörvun. Í tónlistartímum fá þau að prófa hin ýmsu hljóðfæri, hlusta á tónlist, syngja og dansa. Í hreyfistundum er farið í hreyfileiki t.d. Höfuð, herðar, hné og tær, þrautabraut og annað skemmtilegt. Yngri börnin eru mikið í „könnunarleik“. Það er leikur með verðlaust efni, s.s. perlufestar, keðjur, allskyns ílát, hólkar, lyklar og annað sem til fellur frá heimilum. Hugmyndin að „könnunarleiknum“ eða „Heuristic play with objects“ er að uppgötva eða öðlast skilning. Ef þið eigið verðlaust efni sem þið viljið leyfa okkur að fá, þá þiggjum við það með þökkum. Einu sinni í viku er „Lubbastund“ en það er málörvunarverkefni eftir talmeinafræðingana Þóru Másdóttur og Eyrúnu Ísfold Gísladóttur, sem ber heitið „Lubbi finnur málbein“. Ekki má gleyma myndlistinni, en þá prófa þau ýmsan efnivið. Aðalatriðið er að það sé gaman og að við skemmtum okkur vel í leikskólanum. Við leyfum myndunum að tala sínu máli. Kær kveðja frá kennurum á Lambadal. Lambadalur í Leikskólanum Álfaborg Áki Hlynur, Agnes, Hallgrímur og Ólafur í lestarleik. Eyrún Ósk les með Fjólu Lind, Antoníu Elínu, Kristínu Kötlu og Guðmundi Alexander. Guðmundur Alex og Kristín Katla að dást að útsýninu. Jan, Ólafur og Þóra á fullu í hreyfileik.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.