Litli Bergþór - dec. 2017, Side 42

Litli Bergþór - dec. 2017, Side 42
42 Litli-Bergþór hvort hún kæmist klakklaust af stað. Og þegar hún þurfti að skreppa í bæinn, fór hún með skjaldbökurnar sínar í pössun í Hveragerði og tók svo rútu í bæinn, því hún keyrði ekki upp Kambana, sem þá var brattur og hlykkjóttur malarvegur. Ásdís var 22 ára þegar hún kom að Árbakka 1957, Bryndís dóttir okkar fæddist 22. júlí 1959 L-B: Segðu mér frá fjölskylduhögum þínum. Róbert: Kona mín hét Ásdís Sveinsdóttir frá Bjarnargili í Fljótum og ég kynntist henni þegar hún var að vinna hjá þeim systkinum Jakobi, Þorsteini og Maríu Thorsteinsson í gróðrarstöðinni Árbakka sumrin 1957 og 1958. Ég man að ég lá á rúminu mínu í kjallaranum hjá Grími, þegar María á Árbakka birtist þar með Ásdísi til að kynna hana! Hún kom með vinkonu sinni frá Minni-Reykjum í Fljótum, en systur þessarar vinkonu höfðu áður verið í vinnu hjá Stefáni. Það var alltaf margt fólk í vinnu á Syðri-Reykjum á þessum árum, hálfgerð verbúðarstemning. Ég var þá að keyra grænmetið. Það var Jakob sem rak stöðina á Árbakka, en þau systkinin voru ættuð frá Ísafirði. Jakob hafði upphaflega komið suður til að hlaða áveitugarða vegna Flóaáveitunnar, en kom síðar að Syðri- Reykjum og stofnaði þessa gróðrarstöð um 1950. Ræktaði þar tómata í gróðurhúsunum fjórum og grænmeti, kál, gulrætur o.fl., utanhúss. Þorsteinn var vélstjóri, en María var heimskona, skjalaþýðandi og hafði farið til útlanda. Hún átti skjaldbökur, sem mörgum eru minnisstæðar. Eftir að þeir bræður hennar dóu 1966 og 1967, tók María bílpróf, þá um sjötugt. Átti ýmist Trabant eða Moskvits og gekk á ýmsu með aksturinn. Fylgdust sumir spenntir með Reisugilli á Brún í ágúst 1959. Vinstra megin sést að Árbakka, næst á myndinni er elsta gróðurhúsið með pökkunarskúrnum í endanum, síðan litla gróðurhúsið við íbúðarhúsið, en í því var margt framandi, s.s. vínberjatré og fíkjutré og margs konar blóm. Byggingin sem er samföst litla gróðurhúsinu, er íbúðarhúsið sem Jakob byggði í upphafi og bjó í fyrsta áratuginn, áður en að stóra íbúðarhúsið var byggt um 1960. Húsið á Brún um 1990. Ásdís hafði græna fingur þegar kom að trjárækt og lagði alúð í að rækta fallegan garð í kringum húsið. Ásdís Sveinsdóttir um það leytið sem hún kemur að Árbakka 1957.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.