Litli Bergþór - des. 2017, Síða 48

Litli Bergþór - des. 2017, Síða 48
48 Litli-Bergþór „samgönguleiðirnar ekki vera í sæmilegu lagi“ og tiltóku þar sérstaklega brúna á Hvítá hjá Iðu, sem ekkert hefði verið unnið við í heilt ár. 1955 Í júlíbyrjun sagði svo í Alþýðublaðinu: Unnið að brúarsmíði hjá Iðu. Öll vinna við hana lá niðri síðastliðið sumar. Innan skamms munu hefjast framkvæmdir við brúargerð á Hvítá hjá Iðu. Sú brú mun tengja saman þjóðvegina í Biskupstungum og á Skeiðum og verður hún mesta samgöngubót fyrir Suðurland. — Vegamót í Biskupstungum verða við Brúará, liggur vegurinn síðan í túnfæti í Skálholti og niður í Laugarás. Áður var heimreið að Skálholti úr suðri og er sú aðkoma stórum fegri, sem hin nýja brú hjá Iðu skapar skilyrði til. Í hitteðfyrra var hafizt handa um þessar framkvæmdir og reistur annar stöpullinn. Í fyrra lá hins vegar verkið niðri vegna verkfræðingaverkfallsins. En nú í sumar er áætlað að reisa hinn stöpulinn og sökku, og standa vonir til að hægt verði að Ijúka verkinu annað sumar, 1956. Árið 1955 var ár hinna miklu brúasmíða en þá var meðal annars unnið að þrem stórbrúm sem voru yfir 100 metrar. Þetta voru, auk Iðubrúarinnar (109 m), brú yfir Skjálfandafljót hjá Stóruvöllum í Bárðardal (113 m) og Hofsá í Álftafirði S.-Múlasýslu (118 m). Þetta sumar voru 14 brúarvinnuflokkar að störfum vítt og breitt um landið. Í fjölmiðlum var greint frá því að brúarsmíðinni hjá Iðu ætti að verða lokið sumarið 1956, en það átti ekki eftir að verða. Stór ástæða fyrir þeirri ætlan að ljúka brúarsmíðinni fyrri hluta sumars 1956, var Skálholtshátíðin. Mun nefndin sem fór fyrir endurreisn Skálholtsstaðar og undirbjó Skálholtshátíðina hafa lagt mikla áherslu á að svo gæti orðið. Í Þjóðviljanum í maí er þetta haft eftir formanni nefndarinnar: Er nefndin á sínum tíma hafði heildarathugun Skálholtsmála með höndum sumarið 1954, skoraði hún á stjórnarvöld að flýta lagningu háspennulínu til Skálholts, og er það verk nú mjög langt á veg komið. Ennfremur skoraði hún á stjórnarvöld, að brúin á Hvítá hjá Iðu væri fullgerð fyrri hluta sumars 1956 vegna hinnar miklu umferðar er þá má vænta. Þetta hefur ekki tekizt og er mjög bagalegt vegna hátíðarinnar, þar sem umferðarmálin verða þann dag ákaflega örðug, er ógerlegt að koma á ákveðnum einstefnuakstri. Hins vegar liggja til þeirrar tafar margar orsakir og er ekki á færi byggingarnefndar Skálholts að bæta úr þeim. 1956 Í Morgublaðinu þann 12. ágúst er greint frá því að ekki verði af því að brúarsmíðinni ljúki eins og að hafði verið stefnt: FULLGERÐ NÆSTA ÁR Í fyrrahaust var lokið við að steypa turnana beggja vegna og þannig standa þeir í dag. Síðan hefur ekkert verið að frekari smíðum unnið, en nú er að því unnið að efniskaup fari fram í vetur og það komi hingað fyrripart sumars næsta ár og verði þá tekið á ný til starfa við að fullgera brúna. Gjaldeyrisvandræðin hafa valdið því að Strengirnir komu á stórum keflum. Líklegt talið að lengst til hægri sé Haukur Einarsson og næst honum Páll Helgason. Hinir tveir bíða greiningar. Mynd frá Vegagerðinni Hér má sjá hvernig strengirnir voru festir við mjórri línu og hún síðan notuð við að draga þá milli stöpla. Mynd frá Vegagerðinni

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.