Litli Bergþór - dec 2017, Qupperneq 50

Litli Bergþór - dec 2017, Qupperneq 50
50 Litli-Bergþór Laugarási og flest hefði reyndar orðið með öðrum hætti, ekki síst almennar samgöngur um efri hluta Árnessýslu. Þar til nýja brúin á Hvítá hjá Bræðratungu var opnuð, var Hvítárbrúin hjá Iðu auðvitað enn mikilvægari en hún er nú. Myndirnar sem eru hluti af umfjölluninni eru allar frá Vegagerðinni, nema sú fyrsta og sú síðasta, en þær eru úr fórum ábúenda á Iðu. Sérstakar þakkir flyt ég þeim Marinó Þ. Guðmundssyni og Hilmari Ingólfssyni fyrir að hjálpa til við að nafngreina þá einstaklinga sem sjá má á myndunum. Þeir störfuðu báðir við lokaáfanga brúarbyggingarinnar og ég vona að þeir segi mér skemmtilegar sögur frá þessum tíma, sem síðan munu birtast í næsta blaði, eða blöðum. Yfirlitsmynd þegar brúarsmíðinni er lokið og búið að ganga frá veginum beggja vegna. Mynd frá Vegagerðinni. Vorið 1958 var brúin burðarþolsprófuð og glöggt má sjá á sveigju brúargólfsins að þarna var um að ræða umtalsvert hlass. Nánari upplýsingar um prófunina er að finna í lok greinarinnar. Mynd frá Vegagerðinni Íbúar í Laugarási og á Iðu hafa ákveðið að minnast 60 ára afmælis brúarinnar með því að opna hana formlega með táknrænum hætti þann 9. desember. Þá verða einnig tendruð ný ljós á brúnni. Þó svo þessi samantekt hafi verið sú síðari af tveim um Hvítárbrúna, er ljóst að ýmislegt er enn ósagt og að því er stefnt að frekari umfjöllun um mál sem tengjast Iðuferju og brúnni verði birt í næstu blöðum. Þá er fyrirhugað að fjalla um síðustu ferjumennina, og ræða við nokkra starfsmenn sem unnu við bygginguna og sem enn eru til frásagnar.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.