Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1979, Page 13
meiri en annarra. Ég minnist þess að Guðrún Stefánsdóttir,
kona Jónasar frá Hriflu, en þau Jónas áttu lengi heimili sitt
í sambýli við skólann, innti mig eftir lundarfari og dagfari
ættmenna Guðlaugs. Hún taldi að óbrigðult jafnlyndi og
glaðvær alúð Guðlaugs hlyti að vera ættlægt og meðfætt.
Mér var kunnugt um hlýja alúð móðurættarinnar, sem ég
þekkti best hjá Júlíusi, bróður Guðlaugs, en ég vissi að
Guðlaugur virtist sækja meira í föðurætt í bernsku. Því
hélt ég að hér gætti engu síður uppeldis hins viljasterka,
siðmenntaða manns, sem leggur allt sitt kapp í að ná settu
marki. En hvað sem um það er skal þess getið hér, að
Guðrún Stefánsdóttir taldi dagfar Guðlaugs hafa ómetan-
lega þýðingu fyrir skólann og velferð hans.
Guðlaugur Rósinkrans var einlægur samvinnumaður að
lífsskoðun. Hann veitti byggingarsamvinnufélagi forstöðu
um skeið. Þar sýndi það sig eins og síðar kom greinilega í
ljós í starfi þjóðleikhússtjóra, að hann hafði tekið að erfð-
um drjúgan skerf af hagsýni og búmannshæfileikum feðra
sinna. En hér vann Guðlaugur fyrir félag sitt svo að allir
nytu þess jafnt. Hann var samvinnuhugsjóninni trúr og
leitaði ekki síns eigin.
Við erum misjafnlega úr garði gerð, misjöfnum hæfi-
leikum búin sem betur fer, því að margs þarf búið við.
Ýmsir frændur Guðlaugs Rósinkrans hafa verið farsælir
kaupsýslumenn og atvinnurekendur og hagnast á því. Ég
tel fullljóst, að Guðlaugur hafi haft alla burði til þess að
fylla þann flokk hefði hann viljað. En áhugi hans og metn-
aður beindist í aðra átt. Hann var samvinnumaður af hug-
sjón, og þeirri hugsjón var hann trúr.
Því er saga hans saga um mann sem var þjóð sinni góður
þegn og góður sonur. Hann var maður sem lánaðist vel.
Hcdldór Kristjánsson.
9