Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1979, Page 14
FYRSTU STARFSÁR SAMVINNUSKÓLANS -
DRÆTTIR ÚR SÖGU
I. Nokkur persónuleg minningabrot.
Þegar ritstjóri Árbókar Nemendasambands Samvinnu-
skólans fór þess á leit að ég festi á blað frásögn af fyrstu
starfsárum Samvinnuskólans að Bifröst og gerði grein fyrir
helstu þáttum í starfi skólans þessi ár, kom þegar upp í
hugann sá sólfagri júnídagur vorið 1955, þegar Guðmundur
Sveinsson, sem þá var nýráðinn skólastjóri Samvinnuskól-
ans, kom til fundar við mig að Hvassafelli, þeirra erinda að
ræða um það, að ég tæki að mér kennarastarf við skólann,
sem með haustinu átti að hefja störf í Bifröst. Þar hafði
nokkrum dögum áður verið vígt félags- og skólaheimili
samvinnumanna. Þó að ég hefði þá fengist við kennslustörf
sem farkennari í Norðurárdal og Þverárhlíð einn og hálfan
vetur eftir stúdentspróf, jafnframt því sem ég las náms-
efni Háskólans í íslenskum fræðum, einkum þó bókmennt-
ir, að sjálfsögðu með prófmarkmið í sigti, var mér enn
ofarlega í huga sú ætlun frá menntaskólaárunum að kom-
ast til náms í samanburðarmálfræði. Slíkt nám var þá ekki
mögulegt að stunda hérlendis. Hins vegar var pyngjan ekki
fyllilega nógu þung til þess að ráðast í slík stórræði eins og
þá stóð. Þess vegna hafði ég veturinn 1954/1955 verið við
nám í Háskólanum, aðallega í ensku, en jafnframt sótt fyr-
irlestra í bókmenntum og lesið uppeldis- og kennslufræði
til kennararéttinda og lauk um vorið þeim tveimur stigum,
sem þá var krafist í bóklegu námi til þeirra réttinda. Var
mér eins og mál stóðu efst í huga að lesa til B. A. prófs í
10