Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1979, Page 15
Snorri Þorsteinsson,
fyrrv. yfirkennari
Samvinnnskólans.
ensku og íslensku og sjá svo til, hversu færi um hið stóra
markmiðið. Hins vegar var það tækifæri, sem þarna gafst
til starfs á heimaslóð, nokkuð freistandi frá mörgum sjón-
armiðum og það réði því, að ég réðist þennan dag til starfs,
sem í fyrstu var hugsað til bráðabirgða í eitt ár eða tvö.
Ekki man ég nú lengur með hvaða hugsunum ég kvaddi
Guðmund þennan dag, en vissulega gáfust nóg tækifæri til
umhugsunar og eftirþanka á því mikla óþurrka- og erfið-
leikasumri, er í hönd fór. Tímann notaði ég til að afla mér
kennslugagna og upplýsinga um námsefni menntaskólanna
og Verslunarskólans, sem þá voru einu menntastofnanir á
því stigi, sem skólanum var ætlað að starfa og reyndi síðan
að vega og meta, hvað best myndi henta því fólki, sem
væntanlega tæki sæti á skólabekkjum í Bifröst með haust-
inu.
Þegar Guðmundur kom heim frá útlöndum í september,
eftir að hafa kynnt sér starfsemi hliðstæðra skóla á Norð-
urlöndum og víðar, var hafist handa um undirbúningsstörf.
Að mörgu þurfti að hyggja. Ganga þurfti frá námsskrá og
ákveða námsefni einstakra greina, velja námsbækur og
gera sér grein fyrir skiptingu stundaskrár. Undirbúa þurfti
11