Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1979, Síða 18
hinnar sterku undirstöðu almenns, vekjandi og menntandi
náms, er skólinn undir stjórn Jónasar Jónssonar hvíldi á.
Þegar námsskrá var gerð, skiptist námsefni í þrjá þætti,
tungumál, almennar greinar og viðskiptafög. Tungumálin
voru enska, danska og þýska, samtals með 10—11 stundir
á viku í hvorum bekk. Undir almennar greinar flokkuðust
íslenska, menningarsaga, samvinnusaga og fundastjórn og
fundareglur. Sá þáttur fékk 10 stundir vikulega í hvorum
bekk. 1 hlut viðskiptagreinanna komu 17—18 vikustundir.
Þessar greinar voru bókfærsla, vélritun, hagfræði, verslun-
arreikningur, verslunarréttur, vörufræði, skrifstofustörf,
búðarstörf og auglýsingateiknun og útstillingar.
Verður nú stuttlega vikið að hverjum þætti fyrir sig:
1 tungumálum var námsefni sniðið eftir því, sem kennt
var í menntaskólum og í þeirri kennslu varð í skólanum
sams konar þróun og í öðrum skólum á þessum tíma. Horfið
var frá hinum hefðbundnu kennsluháttum, með þýðingu,
námi málfræðireglna og stílagerð, en í þess stað stefnt að
því, sem nútíma aðferðir í tungumálakennslu byggjast á,
að vinna sem mest á málinu sjálfu, skapa orðaforða út frá
myndum og hlutunum sjálfum og skýra ný hugtök á hinu
erlenda máli. Jafnframt var kennt talsvert í enskum versl-
unarbréfum. Kennslubækur, sem í fyrstu var völ á í þeirri
grein, voru mjög miðaðar við þann venjubundna og há-
fleyga stíl, er tíðkast hafði í ritun slikra bréfa um langan
aldur. 1 þessu efni varð mjög mikil breyting á árunum eftir
1950, og var ég, sem annaðist þessa kennslu, svo heppinn
að komast á mjög gagnlegt námskeið í þeim efnum í Lon-
don sumarið 1956, sem leiddi til þess, að hafin var leit að
kennslubók í greininni, sem fullnægði nútímakröfum og var
sú bók, sem fyrir valinu varð, tekin í notkun samtímis í
Samvinnuskólanum og Verslunarskólanum. Munu það hafa
verið ein fyrstu skref, sem stigin voru í átt til samvinnu
þessar fornu andstæðinga.
Það, sem nýstárlegast var í tungumálakennslu Sam-
vinnuskólans þessi fyrstu ár, var það, að erlendir kennarar
komu reglulega, dvöldu nokkurn tíma í skólanum og höfðu
14