Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1979, Page 25
hússins, kennslustundanna eða námsgreinanna, sem kennd-
ar voru, jafnvel ekki kennaranna, hversu ágætir sem þeir
eru. Saga skólans er saga nemendanna, sögð í verkum
þeirra og viðhorfum, túlkuð af þætti þeirra í þjóðlífinu og
framlagi til fegurra mannlífs.
Þessa sögu Samvinnuskólans eru þúsundir nemenda hans
um allt land nú sem óðast að skrifa. Efnisyfirlit þeirrar
sögu má lesa á blöðum þessarar bókar og annarra árbóka
Nemendasambandsins. Vonandi verður haldið þannig á
málum, að sú sagnaritun taki aldrei enda.
m. Heimilið — félagslíf og tómstundastörf.
Þó að skólinn stæði vissulega á gömlum merg nærri
fjörutíu ára starfs, var sú breyting, sem á honum varð, ærið
stór, ekki eingöngu vegna umskiptanna við flutning úr
borg í sveit og lengingu úr einu námsári í tvö, heldur einnig
vegna breyttra viðhorfa og nýrrar forystu og síðast en
ekki síst vegna þess, að skólinn varð nú í senn námsstaður
og heimili nemenda.
Verður nú vikið að nokkrum þáttum, sem sérstæðir voru
á þessum tíma, ef borið var saman við aðra skóla og reynt
að gera sér grein fyrir þýðingu þeirra fyrir menntun og
mótun þess fólks, er skólann sótti.
Eitt merkasta nýmælið i skipulagi skólans var það, að
til hans var ráðinn sérstakur tómstundakennari, er gegndi
því tvíþætta hlutverki að tryggja nemendum með daglegri
útivist þá nauðsynlegu líkamsþjálfun, sem ekki var hægt
að veita með öðru móti, vegna þess, að ekki var íþrótta-
aðstaða við skólann, en jafnframt hafa forystu og leiðbeina
í félags- og tómstundastarfi. Var sá þáttur mjög mikilvæg-
ur, því að ekki var ætlast til þess, að nemendur sæktu sér
félagsskap eða leituðu afþreyingar utan veggja skólans,
heldur byggðu upp eigið samfélag, er byggi að sínu. Fyrstu
árin var lítið um brottfarir nemenda af skólastaðnum nema
í heimsóknir til nágrannaskóla eða námsferðir á vegum
21