Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1979, Qupperneq 28
þjálfun ásamt kunnáttu í fundarsköpum hefði reynst hald-
gott reipi í ýmsu félagsmálastússi og þótti sumum sem
áróður kennara fyrir gagnsemi þessarar kunnáttu, sem
aldrei var metin til einkunnar eða færð á prófskírteini,
hefði verið nokkur spásagnarorð.
Vegna þess hversu mikið var lagt upp úr því að nem-
endur lærðu að nota tómstundir sinar á jákvæðan og gagn-
legan hátt, varð raunin sú, að venjulegur starfsdagur var
skipulagður svo, að næstum hver einasta mínúta var nýtt
frá morgni til kvölds. Sumum þótti þessi skipulagning um
of og fannst sem frjálsræði þeirra væri takmarkað. Þetta
átti einkum við um þá fáu, sem ekki fundu verkefni við
sitt hæfi í því tómstundastarfi, er boðið var upp á. Sjaldan
varð þó vart við verulegt óyndi, nema í örfáum tilfellum,
þar sem ástin var að verki og togaði með heljarafli sínu
burt frá stað og skóla. Hins vegar má færa að því rök, að
einmitt þetta hafi kennt fólki að nota tímann, hagnýta
hverja stund til gagnlegra hluta og vinna vel, meðan að
verki var verið. Minnist ég í því sambandi orða, er við mig
voru sögð af Einari Ágústssyni, síðar utanríkisráðherra, en
þá bankastjóra Samvinnubankans, en í þeirri stofnun hafa
fjölmargir nemendur skólans starfað og gegnt ábyrgðar-
stöðum. Hann sagði: „Það er sameiginlegt einkenni fólks-
ins, sem kemur frá Bifröst, hvað það er vinnusamt“.
I þessum orðum felst, að mínu mati, viðurkenning þess,
að sú vegvísan, sem skólinn leitaðist við að halda uppi, þetta
að láta enga stund ónýtta, hafi borið árangur og orðið nem-
endum til góðs. Enda varð sú raunin, þegar árin liðu, að
nemendur þurftu ekki að kvíða atvinnuleysi að prófi loknu,
jafnvel þótt samvinnuhreyfingin héldi að sér höndum um
ráðningar.
Ekki skal hér látið undan falla að geta um atriði, sem
sérstök voru, og þar sem segja má, að reynt hafi verið að
synda móti straumi timans. Það var til dæmis í sambandi
við kröfur um klæðaburð, sem ýmsum þóttu strangar og
óraunhæfar, sú krafa, að piltar klæddust jökkum í kennslu-
stundum og borðsal og stúlkur pilsum eða kjólum.
24