Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1979, Síða 43
á Kirkjubóli í Skutulsfirði, N.-lsafjarðar-
sýslu. Hefur síðan 1946 unnið við ýmis
störf hjá Rafmagnsveitum ríkisins í Rvík.
Sat í hreppsnefnd Eyrarhrepps 1932—46,
formaður Búnaðarfélags Eyrarhrepps 1932
—46, forðagæslumaður 1932—46, trúnaðar-
maður Búnaðarfélags Islands 1924—46, for-
maður skólanefndar í Skutulsfirði 1940—46,
í stjórn og stundum form. Umf. Ármanns í
Skutulsfirði til 1946. Sonur, Þórhallur
Gunnlaugur, sat skólann 1946—48.
Ólafur Steinar Þorsteinsson. Sat SVS 1922
—21f. F. 25. 10. 1906 að Holti í Mjóafirði,
S.-Múl., en uppalinn að Nesi í Norðfirði.
For.: Þorsteinn Sigurðsson, f. 4. 9. 1870 í
Lónssveit, sjómaður í Mjóafirði, d. 6. 6.
1910, og Ragnhildur Hansdóttir, f. 7. 2.
1877 að Keldunúpi á Síðu, húsmóðir og
verkakona, d. 8. 4. 1967. Maki 23. 11. 1946:
Salvör Ásta Sigurðardóttir, f. 18. 12. 1919
í Rvik, húsmóðir og skrifstmaður. — Var
við sjóróðra í Vaðlavík á sumrum 1921—23.
Starfaði hjá Kf. Reykvíkinga 1924—29, hjá
Tóbaksverslun Islands 1929—37, gjaldkeri
þar frá 1931. Skrifstofustjóri hjá KRON
1937—45. Forstjóri fyrir heildversluninni
Ölafur Þorsteinsson & Co. hf. 1945 til þessa
dags. Sat í stjórn Glímufélagsins Ármanns
1930—39. Aðalhvatamaður að byggingu
skíðaskála Ármanns í Jósepsdal 1936 og for-
maður skíðadeildarinnar frá stofnun til
1946. 1 fulltrúaráði Ármanns 1959—62. Er
nú heiðursfélagi Glímufélagsins Ármanns. 1
stjórn ISl 1935—39, sæmdur heiðursorðu
þess á sjötugsafmæli sínu 25. 10. 1976. Var
39