Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1979, Blaðsíða 48
1934
Axel Adolf Ólafsson. Sat SVS 1933-34. F.
12. 12. 1909 að Hermundarstöðum á Mýr-
um. Uppalinn að Svarfhóli og Múlaseli í
Hraunhreppi í Mýrasýslu. For.: Ólafur
Kristjánsson, f. 23. 9. 1880 að Garðsenda
í Eyrarsveit, bóndi, d. 6. 6. 1964, og Ágúst-
ína Guðmundsdóttir, f. 21. 8. 1884 að Litla-
Fjalli á Mýrum, húsmóðir, d. 22. 12. 1965.
Maki 18. 3. 1944: Kristín Kristjánsdóttir, f.
18. 6. 1917 að Steinum í Mýrasýslu, hús-
móðir. Börn: Jón Ólafur, f. 31. 7. 1944,
byggingameistari í Borgarnesi, Kristján
Franklín, f. 22. 6. 1945, bóndi að Bakka-
koti í Stafholtstungum, Svanhildur Kristín,
f. 14. 4. 1948, húsmóðir, Einar, f. 15. 4.
1950, vélvirki. — Stundaði nám í Hvítár-
bakkaskóla 1929—31. Vann ýmis störf til
sjós og lands, verkstjóri í vegavinnu nokk-
ur sumur, stundaði farkennslu um skeið.
Bóndi að Bakkakoti í Stafholtstungum frá
1945, síðustu ár í félagi við son sinn,
Kristján Franklín.
Ágúst Vilhjálmur Matthíasson. Sat SVS
1932—34■ F. 30. 7. 1914 í Vestmannaeyjum
og uppalinn þar. For.: Matthías Finnboga-
son, f. 1884 í Mýrdal, vélstjóri í Vestmanna-
eyjum, d. 1969, og Sigríður Þorsteinsdótt-
44