Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1979, Side 52
leyfi 1972—73 og dvaldi þá í Englandi og
Danmörku. Kennari við Álftamýrarskóla
í Rvík 1973—74 en hætti þá kennslu. Sat
nokkur ár í stjórn Umf. Stöðvarfjarðar,
þar af formaður í tvö ár. 1 stjórn Kf. Aust-
f jarða á Seyðisfirði 1952—53, í stjórn Bjólfs
hf. á Seyðisfirði 1947—53, bæjarfulltrúi á
Seyðisfirði 1946—50. Aðrar heimildir:
Kennaratal, Isl. samtíðarmenn.
Egill Áskelsson. Sat SVS 1932-3J>. F. 28. 2.
1907 að Austari-Krókum á Flateyjardal í
Þingeyjarsýslu, uppalinn við Eyjafjörð, d.
25. 1. 1975. For.: Áskell Hannesson, f. 29.
5. 1875 að Austari-Krókum á Flateyjardal,
lengst af bóndi við Eyjafjörð, d. í mars
1953, og Laufey Jóhannsdóttir, f. 6. 10.
1877 að Skarði í Dalsmynni, húsmóðir, d.
27. 4. 1928. Maki 11. 5. 1932: Sigurbjörg
Guðmundsdóttir, f. 22. 8. 1905 að Lóma-
tjörn í Höfðahverfi, húsmóðir, d. 10. 12.
1973. Börn: Börn: Sigurður, f. 26. 9. 1934,
skipasmiður, Lára, f. 23. 12. 1935, húsmóð-
ir og sjúkraliði, Bragi, f. 19. 6. 1937, d. 29.
3. 1958, Á.skell, f. 28. 8. 1938, skipasmiður,
Valgarður, f. 20. 3. 1940, læknir, Egill, f.
25. 10. 1942, eðlisfræoingur, Laufey, f. 5.
8.1947, húsmóðir og hjúkrunarkona. — Var
við nám í Héraðsskólanum að Laugum
1928—29. Stundaði sjó á yngri árum. Var
símstöðvarstjóri á Grenivík 1934—43, flutti
þá að Þrastarhóli í Hörgárdal og bjó þar i
eitt ár, en flutti þaðan að Hléskógum í
Höfðahverfi og bjó þar 1944—63. Var end-
urskoðandi á Skattstofu Rvíkur 1964—75.
Kennari við barnaskóla Grenivíkur 1954—
48