Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1979, Síða 69
fræðingur, Magnús, f. 13. 1. 1955, kennari,
Pétur, f. 15. 5. 1959, nemi í Háskóla Islands.
— Var við nám á Héraðsskólanum að
Reykjum í Hútafirði 1938—40. Starfaði sem
bókari og gjaldkeri á Vita- og hafnarmála-
skrifstofunni 1945—53, starfsmaður Iðnað-
arbankans 1953—73, þar af útibússtjóri
bankans í Hafnarfirði 1968—73. Hefur síð-
an rekið eigin bókhaldsskrifstofu. Hefur
lagt stund á söng og tónlist. Söng í kvart-
ettinum Leikbræður á meðan hann starf-
aði, sungið með Karlakór Rvíkur frá 1962
og verið formaður kórsins frá 1976.
Auður Ólafsdóttir Thoroddsen. Sat SVS
19Jf2—Jf4- F. 9. 1. 1924 í Vatnsdal í Patreks-
firði og uppalin þar. For.: Ólafur E. Thor-
oddsen, f. 4. 1. 1873 í Vatnsdal í Patreks-
firði, skipstjóri um 25 ára skeið, síðar út-
vegsbóndi og kennari, d. 17. 11. 1964, og
Ólína Andrésdóttir, f. 23. 9. 1883 í Dufans-
dal í Arnarfirði, húsmóðir, d. 4. 9. 1959.
Maki 24. 8. 1946: Guðmundur Árnason, f.
16. 1. 1920 að Klöpp í Grindavík, verkstjóri
hjá Kf. Árnesinga á Selfossi. Börn: Árni,
f. 10. 10. 1946, húsasmíðameistari, Ólafur,
f. 26. 2. 1952, aðalbókari. — Stundaði skrif-
stofustörf hjá Kf. Árnesinga á Selfossi 1944
—47, var síðan af og til við verslunarstörf
hjá því fyrirtæki til 1960, við afgreiðslu-
störf hjá Mjólkurbúi Flóamanna 1961—71,
hefur síðan stundað verslunarstörf hjá Kf.
Árnesinga á Selfossi. Hefur síðan 1971 tek-
ið þátt í ýmsu félagsstarfi Verslunarmanna-
félags Árnessýslu. Bræður sátu skólann,
Eyjólfur Thoroddsen 1940—42, Ólafur Thor-
5
65