Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1979, Page 77
í mötuneytum 1940—46, síðan húsmóðir.
Börn: Sigríður, f. 19. 11 1947, B. A., kenn-
ari, Ragnheiður Sigríður, f. 5. 12. 1953,
ráðskona á Héraðssjúkrahúsi Skagfirðinga.
Fósturdóttir: Elísabet Bjarnfríður Vil-
hjálmsdóttir, f. 27. 2. 1958, skrifstofustúlka
hjá Kf. Skagfirðinga. — Var vetrarpart við
nám í unglingaskóla Margeirs Jónssonar á
Ögmundarstöðum, síðan í Héraðsskólanum
í Reykholti 1939—41. Vann við búskap,
vegavinnu o. fl. fram um tvítugsaldur.
Starfaði í fræðsludeild SlS frá maí 1944 til
októberloka 1946. Hefur síðan 1946 verið
aðalféhirðir hjá Kf. Skagfirðinga á Sauð-
árkróki. Var í stjórn UMF Æskan í Stað-
arhreppi 1938—39, í stjórn nemendafélags
Reykholtsskóla 1940—41 og framkvstjóri
matarfélags Reykholtsskóla sama ár. 1
stjórn skólafélags Samvinnuskólans 1943—
44. Form. Félags ungra Framsóknarmanna
í Rvík 1945—46, form. Framsóknarfélags
Sauðárkróks 1955—66, í stjórn Framsókn-
arfélags Skagafjarðar frá 1953, formaður
kjördæmisráðs Framsóknarmanna á Norð-
urlandi vestra frá 1962. Varamaður í bæj-
arstjórn Sauðárkróks 1954—66. Endurskoð-
andi bæjarreikninga Sauðárkróks frá 1950.
Sem fulltrúi UMF Tindastóls í fram-
kvæmdastjórn Félagsheimilisins Bifröst á
Sauðárkróki og gjaldkeri þess 1950—76.
Kjörinn heiðursfélagi UMF Tindastóls 1976.
Hefur verið fréttaritari Tímans í Rvík og
Dags á Akureyri og skrifað allmargar
fréttagreinar um ýmis efni. Umboðsmaður
bókaútgáfu Menningarsjóðs frá 1960. Hef-
ur jafnan haft áhuga fyrir hestamennsku
og ævinlega átt reiðhesta.
73