Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1979, Qupperneq 128
Hrafn Magnússon. Sat SVS 1962—6lf. F. 14.
8. 1943 í Reykjavík og uppalinn þar. For.:
Magnús Brynjólfsson, f. 13. 1. 1905 að Bár
í Hraungerðishreppi, Árnessýslu, verkstj.
í Rvík, og Guðný Stefanía Guðmundsdóttir,
f. 22. 5. 1903 að Brandagili í Staðarhreppi,
V.-Hún., húsmóðir. Maki 6. 1. 1968: Kristín
Erlingsdóttir, f. 19. 5. 1942 að Ásbyrgi í N,-
Þing., húsmóðir og bankastarfsmaður.
Börn: Magnús Freyr, f. 17. 6. 1968, Sigrún
Huld, f. 12. 1. 1970, Tinna, f. 21. 9. 1973. -
Landspróf frá Gagnfræðaskóla Austurbæj-
ar í Rvík, sat einn vetur í Menntaskólanum
í Rvík. Framhaldsnám á vegum SlS í versl-
unar- og viðskiptagreinum 1964—66, nám í
skrifstofuhagræðingu hjá Folksam og SAF
í Svíþjóð 1968. Var kennari við Samvinnu-
skólann í Bifröst 1968—73, framkvstjóri
Starfsmannafélags ríkisstofnana 1973—75,
framkvæmdastjóri Sambands almennra
lífeyrissjóða frá 1975. Hefur átt sæti í
ýmsum stjórnum og nefndum á vegum Al-
þýðubandalagsins.
Jóhanna Ragnheiður Engilbertsdóttir. Sat
SVS 1962—61f. F. 22. 2. 1945 í Reykjavík en
uppalin að Bakka í ölfusi, Árnessýslu. For.:
Engilbert Hannesson, f. 11. 12. 1917 að
Bakka í ölfusi, bóndi og hreppstjóri þar, og
Ragnheiður Jóhannsdóttir, f. 7. 5. 1916 að
Breiðabólsstað á Síðu, húsmóðir. Maki 28.
5. 1966: Sigurður E. Sigurjónsson, f. 25. 4.
1945 í Neskaupstað, byggingameistari.
Börn: Engilbert, f. 8. 7. 1964, Sigurjón, f.
1. 10. 1966, Rannveig Borg, f. 13. 4. 1972. —
124