Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1979, Page 148
í V.-Skaft., húsmóðir. Unnusta: Steinunn
Njálsdóttir, f. 27. 6. 1953 að Vestri-Leirár-
görðum, ritari. Fósturbarn: Hróðmar Ingi
Sigurðsson, f. 21. 12. 1970. — Gagnfræð-
ingur. Vann milli skólaára við afgreiðslu-
störf hjá Kf. Suðurnesja í Keflavík. Gerðist
1974 deildarstjóri í matvöruverslunum þess
félags. Varð i maí 1975 kaupfélagsstjóri Kf.
Súgfirðinga, Suðureyri, til okt. 1975.
Stundaði síðan múrvinnu í Keflavík til júlí
1976, hóf þá störf hjá Hraðfrystihúsi Kefla-
víkur og hefur verið skrifstofustjóri þar
síðan. Stundaði knattspyrnu með Iþrótta-
bandalagi Keflavíkur til haustsins 1975, en
gekk þá í Umf. Njarðvíkur og hefur síðan
æft með því körfubolta og knattspyrnu.
Unnusta, Steinunn Njálsdóttir, sat skólann
1973-75.
Guðríður Ólafía Magnúsdóttir. Scit SVS
1972—7Jf. F. 13. 1. 1955 á Akranesi og upp-
alin þar. For.: Magnús Magnússon, f. 18. 2.
1909 að Söndum á Akranesi, starfar við
skipateikningar hjá Skipasmíðastöð Þor-
geirs og Ellerts á Akranesi, og Guðmunda
Stefánsdóttir, f. 20. 10. 1926 að Skipanesi
í Melasveit, húsmóðir. — Tók landspróf frá
Gagnfræðaskóla Akraness 1971 og stund-
að nám við menntadeild skólans 1971—72.
Sat framhaldsdeild SVS 1974-76. Vann á
sumrin með námi á skrifstofu Skipasmíða-
stöðvar Þorgeirs og Ellerts á Akranesi,
hefur síðan 1976 starfað á skrifstofu Áburð-
arverksmiðju ríkisins.
144