Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1979, Page 153
frá Héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði
1966 og var einn vetur á námskeiði í Versl-
unarskóla Islands 1966—67, var á námskeiði
í tölvuvinnslu haustið 1974. Stundaði sjó-
mennsku á sumrum til 1966, vann hjá Flug-
félagi Islands á Isafirði 1967, hjá Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna 1968—70, var við
sjómennsku 1970—72. Hefur verið fram-
kvæmdastjóri Reiknistofu Vestfjarða hf. á
Isafirði frá 1974. Hefur starfað í Lions-
hreyfingunni síðan 1975 og kosinn í stjórn
Lionsklúbbs Isafjarðar 1978—79. Var í
framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bæj-
arstjórnarkosningunum á Isafirði 1978 og
situr sem varamaður í bæjarstjórn. Unn-
usta, Kristín Karlsdóttir, sat skólann 1973
-75.
Ingimundur Hjartarson. Sat SVS 1972—74.
F. 16. 2. 1952 í Reykjavík og uppalinn þar.
For.: Hjörtur Guðmundsson, f. 13. 4. 1928,
frá Flekkuvík á Vatnsleysuströnd, mat-
sveinn, og Guðríður I. Ingimundardóttir,
f. 17. 2. 1930, frá Gautastöðum í Hörðu-
dalshreppi, Dalasýslu, afgreiðslukona. —
Tók gagnfræðapróf úr verslunardeild Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar og 5. bekkjar próf
úr viðskipíadeild framhaldsdeildar Gagn-
fræðaskólans við Lindargötu. Skrifstofu-
maður hjá Vörðufelli hf. 1974—76, frá
febrúar 1976 verið endurskoðandi hjá
Skattstofu Reykjavíkur. Sat í stjórn Nem-
endasambands Samvinnuskólans 1975—77,
þar af eitt ár sem gjaldkeri. 1 hússtjórn
Hamragarða frá okt. 1976.
149