Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1979, Síða 174
Nemendasamband fái a. m. k. tvær síður af næsta prentaða
blaði til útbreiðslu og kynningar.
Flutningsmenn: Hannes Jónsson, Brynjólfur Thorvalds-
son, Jakob Löve, Haukur Jóhannesson, Geir Guðmundsson,
Sveinn Sveinsson, Guðmundur Jónsson, Björgvin Jónsson,
Hafsteinn Guðmundsson, Jörundur Þorsteinsson, Eysteinn
Sigurjónsson, Jón Ólafsson, Ingólfur Viktorsson, Gísli
Kristjánsson.
Helgi Elíasson talaði um þessa tillögu og var á móti henni.
Hann sagði m. a., að það væri til heimild um það að gefa
út prentað blað að vori og að sú heimild hefði verið gefin
á aðalfundinum í haust, eins og menn mættu muna.
Urðu um stund allharðar umræður um málið og var
ýmislegt fundið að ritstjórn Hannesar á afmælisblaði skól-
ans, svo sem það, að stjórninni var eigi gefinn kostur á að
lesa próförk af blaðinu, en það var þó umsamið að sögn
andstæðinga tillögumanna. Þeir, sem þátt tóku í þessum
umræðum, voru: Hannes Jónsson, Jón Ólafsson, Guttormur
Óskarsson, Albert Guðmundsson og Birgir Steinþórsson.
Þegar umræður voru komnar á lokastig og ganga skyldi
til atkvæða, varð skyndilega rafmagnsbilun og fundi frest-
að kl. 7.30, en ákveðið að framhaldsfundur skyldi haldinn
strax og auðið yrði.
Birgir Þórhallsson.
Ritari: Jón ólafsson.
6.fundur
Framhaldsfundur haldinn í Skólafélagi Samvinnuskólans
mánudaginn 7. febrúar 1944 og hófst kl. 3 e. h. Formaður
félagsins, Guttormur Óskarsson, setti fundinn og skipaði
sömu starfsmenn og á síðasta fundi. Eftirtaldir menn voru
á mælendaskrá þegar í fundarbyrjun: Kristján Gíslason,
170