Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1979, Síða 175
Birgir Steinþórsson, Helgi Elíasson og Hannes Jónsson. Það
sem fyrir fundinum lá var afgreiðsla blaðamálsins.
Kristján Gíslason bar fram svohljóðandi tillögu:
Fundur haldinn í Skólafélagi Samvinnuskólans 7. febrúar
1944 samþykkir að skora á stjórn félagsins að nota heimild
þá um blaðaútgáfu, sem samþykkt var í haust, svo framar-
lega sem þau skilyrði, sem heimildin felur í sér, eru enn
fyrir hendi. Ennfremur verði kosin 3ja manna nefnd, sem
hafi fullkomið úrslitavald um efni blaðsins. Flutningsmenn:
Kristján Gíslason, Birgir Steinþórsson.
Kristján Gíslason fylgdi tillögunni úr garði með örfáum
orðum. Þá sagði Guttormur Óskarsson nokkur orð, m. a.,
að með tillögunni sé komið í veg fyrir að annað eins geti
endurtekið sig, eins og það sem birt var í afmælisriti skól-
ans fyrir skemmstu. Hannes Jónsson hélt því fram, að Gutt-
ormur hefði einmitt lesið umrædda grein í próförk og sagt
að hún myndi vera prýðileg. Guttormur talaði næstur á
eftir Hannesi og fór nokkrum orðum um ummæli Hannes-
ar, að hann hafi lesið grein þá, sem áður er nefnd, áður en
hún fór í prentun. Hann sagði m. a.: Hannes sýndi mér
próförkina í frímínútum og las ég byrjunina á greininni og
þegar hringt var inn, var ég ekki kominn lengra en það, að
mér datt ekki í hug að greinin hefði inni að halda neinar
aðdróttanir eða slíkt, sem væri skólanum til skammar. Síð-
an fóru fram all harðar umræður um stund áður en gengið
var til atkvæða. Þessir menn töluðu: Helgi Elíasson, Birgir
Steinþórsson, Kristján Gíslason, Brynjólfur Thorvaldsson
og Albert Guðmundsson.
Þá kvaddi Hannes sér hljóðs og lýsti því yfir að ef tillaga
Kristjáns og Birgis yrði samþykkt, gæfi hann ekki kost á
sér sem ritstjóri skólablaðsins framar, þar sem hann liti
svo á, að tillagan væri algjörlega ósanngjörn og upp komin
til að svipta hann því valdi sem ritstjóra bæri að hafa.
Birgir Steinþórsson sagði nokkur orð og kvaðst að vissu
leyti harma þá afstöðu, sem Hannes hefði tekið, og á sama
máli var nafni hans Þórhallsson.
171