Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1979, Page 182
Páll Pálsson steig í pontu og sagði hann, að það væri
venja að brúðhjónin héldu veisluna sjálf en ekki foreldr-
arnir, eins og Ölafur hefði haldið fram. Ennfremur sagði
hann, að hann hefði ekki meint neina tilkeyrslu í sambandi
við námskeiðið, er hann talaði um.
Næstur talaði Eyjólfur Friðgeirsson og sagðist vita um
dæmi frá Akureyri þar sem maður hefði vaknað úr fylliríi
harðgiftur og ekki haft hugmynd um hver sú hamingju-
sama var. Sagðist hann einnig vita til þess að útgerðar-
maður frá Vestmannaeyjum hafi hætt við skilnað af því
hann tímdi ekki að borga konunni helming eigna sinna.
Þá steig í pontu Ragnar Magnússon og hélt því fram,
að ekki væri hægt að stofna til hjónabands í dásvefni.
Páll Pálsson sagði, að konur gætu fengið eigur sínar
lýstar sem séreignir þegar þær gengju í hjónaband.
Ölafur Jónsson minntist á „tilraunahjónabönd“ í Banda-
ríkjunum sem hann taldi mjög óheppileg, því af þeim yrðu
menn kröfuharðir gagnvart makanum.
Eyjólfur Friðgeirsson svaraði Ólafi og sagði „tilrauna-
hjónaböndin“ enga nýjung, því þau væru allt í kringum
menn hér.
Óli H. Þórðarson sté nú í pontu og fannst menn lítið
minnast á ást í sambandi við hjónabandið. Áleit hann að
menn giftust ekki aðeins til að fá sér ráðskonu, heldur yrði
ástin þar að fylgja. Einnig taldi hann það mjög praktiskt
að vera giftur og setti konuna upp í nokkurskonar rekst-
urshagfræðidæmi. Sagði hann að eftir 10 ár hefði ráðs-
konan fengið minnst 600 þúsund króna kaup fyrir utan
fastan kostnað. Þá benti hann á, að karlmaðurinn gæti
alveg eins sett fram kröfu um séreign og konur.
Arngeir Lúðvíksson kvaddi sér hljóðs og vildi að það
yrði gefið frjálst hve margar konur hver maður ætti.
Þá tók til máls Páll Pálsson og sagðist ekkert hafa á
móti sambúð karls og konu, því hann vildi ekki að mann-
kynið dæi út.
Reynir Hauksson svaraði Páli og sagði kristna menn
trúa á Nýja-testamentið en Gyðinga á Gamla-téstamentið,
178