Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 8

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 8
8 www.virk.is S TA R FS E N D U R H Æ FI N G A R S JÓ Ð U R Hver eru vandamálin? Einstaklingar sem koma til ráðgjafa VIRK kljást við fjölbreytt vandamál sem krefjast ólíkrar nálgunar og mismunandi úrræða. Langflestir glíma við alvarlegan heilsubrest og hafa verið í sambandi við lækna eða aðra meðferðaraðila. Stór hópur er með heilsubrest af andlegum toga og einnig eru stoðkerfisvandamál nokkuð algeng. Þessar tvær ástæður skertrar starfsgetu eru algengastar hjá einstaklingum sem koma til ráðgjafa VIRK. Aðrar tegundir heilsubrests eru einnig algengar s.s. ýmsar afleiðingar slysa, krabbamein og hjarta- og æða- sjúkdómar. Yfir 60% allra einstaklinga sem hafa komið til ráðgjafa VIRK fannst starfið sem þeir gegndu síðast vera líkamlega erfitt og um helmingi fannst það vera andlega erfitt. Um þriðjungur allra einstaklinga hjá ráðgjöfum VIRK hefur áhyggjur af því að heilsufar þeirra versni við endurkomu til vinnu. Þessar tölur gefa okkur ákveðnar vísbendingar um mikilvægi þess að vinna betur með stjórnendum í atvinnulífinu og atvinnurekendum til að ná betri árangri í starfsendurhæfingu hér á landi. Hvert fara einstaklingarnir? Í byrjun febrúar 2011 höfðu 428 einstaklingar lokið þjónustu frá VIRK. Flestir þeirra fóru á vinnumarkað þegar þeir höfðu lokið starfsendurhæfingu hjá ráðgjafa. Þannig voru 74% þeirra einstaklinga sem luku starfsendurhæf- ingu hjá VIRK í launaðri vinnu, virkri atvinnuleit eða í lánshæfu námi á þeim tíma sem þjónustunni lauk. Nánari upplýsingar um framfærslustöðu þessa hóps við lok þjónustu er að finna á mynd 4. Eins og áður hefur komið fram voru um 9% á örorkulífeyri við komu til VIRK og um 8% á endurhæfingarlífeyri. Þetta eru ekki nauðsynlega sömu einstaklingar og þau 19% sem hafa lokið starfsendurhæfingu hjá VIRK og hafa farið á örorkulífeyri. Flestir þeirra einstaklinga sem fóru á örorkulífeyri við lok þjónustu hjá VIRK voru mjög alvarlega veikir við komu til ráðgjafa þannig að þeir fengu eingöngu ráðgjöf við að fóta sig áfram í kerfinu s.s. upplýsingar um réttindi og aðstoð vegna umsóknar um örorkulífeyri en ekki aðkeypt starfsendurhæfingarúrræði. Þannig hafa aðkeypt úrræði eingöngu verið keypt fyrir um 20% af þessum hópi því fyrirséð var strax við komu til ráðgjafa að þessir einstaklingar færu ekki aftur á vinnumarkað og hefðu því ekki þörf fyrir slík úrræði. Það skiptir miklu máli hver staða ein- staklinganna er sem koma til ráðgjafa VIRK. Bestur árangur næst hjá þeim sem enn hafa vinnusamband við komu til ráðgjafa. Langflestir þeirra sem eru í vinnusambandi við komu til ráðgjafa hafa vinnugetu við lok þjónustu hjá ráðgjafa eða um 90%. Því er ákaflega mikilvægt að koma sem allra fyrst að málum með þjónustu á sviði starfsendurhæfingar þegar einstaklingar missa vinnugetu vegna veikinda eða slysa. Að þessu vinna ráðgjafar VIRK markvisst í samstarfi við atvinnurekendur og sjúkrasjóði um allt land. Í töflu 2 má sjá nánari upplýsingar um hlutfall þeirra einstaklinga sem hafa útskrifast með vinnugetu miðað við mismunandi framfærslustöðu þegar þeir komu inn í þjónustu til ráðgjafa VIRK: Hafa ber í huga, þegar þessar tölur eru skoðaðar, að flestir sem koma til VIRK hafa glímt við heilsubrest af alvarlegum toga og verið nokkuð lengi frá vinnu Framfærslustaða eintaklinga í lok þjónustu hjá VIRK Mynd 4 Laun á vinnumarkaði Endurhæfingarlífeyrir Atvinnuleysisbætur Námslán Örorkulífeyrir Annað 19% 19% 6% 53% 4% 2%

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.