Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Qupperneq 10

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Qupperneq 10
10 www.virk.is S TA R FS E N D U R H Æ FI N G A R S JÓ Ð U R og hefur m.a. verið litið til þess sem gert hefur verið og gefist vel í nágrannalöndum okkar. Þar á meðal má nefna vinnuprófanir í atvinnulífinu þar sem einstaklingar fá tækifæri til að prófa starfsgetu sína í raunverulegum störf- um með tímabundinni reynsluráðningu, án þess að um sé að ræða formlega ráðningu. Er þetta gert undir handleiðslu leiðbeinenda eða n.k. „mentora“ hjá fyrirtækjum og stofnunum sem hafa það hlutverk að leiðbeina og halda utan um einstaklinga á meðan á vinnuprófuninni stendur. VIRK vill gjarnan ná samstarfi við utanaðkomandi aðila um uppbyggingu á úrræðum sem þessum og hafa fagaðilar t.d. möguleika á að sækja um styrki til VIRK til þróunarverkefna á þessu sviði. Hjá VIRK hefur þekkingar einnig verið aflað á sviði fjarvistarstjórnunar og farsællar endurkomu til starfa eftir veikindi og slys. Sérfræðingar VIRK hafa síðan miðlað þessari þekkingu til starfsmanna og stjórnenda í atvinnulífinu m.a. með fyrirlestrum og námskeiðum. Námskeið hafa verið haldin fyrir stjórnendur m.a. í samstarfi við Samtök atvinnulífsins, Samtök sveitarfélaga og einstök sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir. Fjöldi fyrirlestra hafa einnig verið haldnir fyrir stofnanir og fyrirtæki eftir óskum og aðstæðum. Á heimasíðu VIRK er að finna fræðsluefni og leiðbeiningar í þessa veru. Nefna má greinar, ýmiskonar fræðsluefni og bæklinga um fjarvistir og fjarvistarstefnu, leiðbeiningar um mótun fjarvistarstefnu, dæmi um fjarvistarsamtal á vinnustað og margt fleira, sem sjá má á: http://virk.is/page/fraedsla/. Samstarf við lífeyrissjóði Á fyrsta og öðru starfsári VIRK hefur meginaáhersla verið lögð á samstarf við atvinnurekendur og sjúkrasjóði með það að markmiði að ná til einstaklinga snemma í veikindaferli og koma í veg fyrir að ráðningarsamband einstaklinga rofni í kjölfar veikinda og slysa. Það er hins vegar ljóst að samstarf VIRK við lífeyrissjóði um allt land mun aukast á næstu árum og það samstarf þarf að þróa og byggja upp. Vinna við undirbúning þessa er hafin og nú þegar hafa verið haldnir 2 fjölmennir fræðslu- og vinnufundir með fulltrúum lífeyrissjóða um allt land þar sem farið var yfir verkefni og hlutverk VIRK og rætt um hvernig best sé að haga samstarfi VIRK og lífeyrissjóðanna til framtíðar. Í stjórn VIRK hefur einnig verið tekin ákvörðun um það að bjóða örorkulífeyrisþegum lífeyrissjóðanna upp á sérstök námskeið á sviði sjálfsstyrkingar og heilsueflingar og kynna fyrir þeim starf ráðgjafa VIRK í framhaldi af þessum námskeiðum. Þessi vinna er hafin og nú í byrjun árs 2011 voru fyrstu námskeiðin haldin fyrir þessa hópa og tókust þau mjög vel. Útgáfa, fræðsla og kynningar VIRK hefur gefið út kynningar- og fræðslubæklinga fyrir einstaklinga og atvinnulíf og aftast í þessu ársriti er að finna nánari upplýsingar um þessa bæklinga. Í byrjun árs 2011 gaf VIRK út sérstaka dagbók fyrir þá einstaklinga sem eru í þjónustu hjá ráðgjöfum og er bókinni ætlað að aðstoða einstaklinga við að efla stafsgetu og lífsgæði með skipulegri markmiðssetningu og skráningu. Þessi bók hefur fengið mjög góðar viðtökur og bæði einstaklingum og ráðgjöfum finnst hún gagnleg. Sérfræðingar og ráðgjafar VIRK hafa hald- ið fjölmargar kynningar og námskeið fyrir ólíka aðila um allt land. Þannig er fræðsla um starfsendurhæfingu og starfsemi VIRK reglulega á dagskrá á námskeiðum fyrir trúnaðarmenn stéttarfélaga um allt land og fjölmargar kynningar hafa einnig verið haldnar á vinnustöðum um allt land, heilsugæslustöðvum og öðrum heilbrigðisstofnunum, hjá félagasamtökum, opinberum stofnunum, í háskólum og öðrum menntastofnunum svo og á ýmsum ráðstefnum og fundum. Fulltrúum VIRK var boðið að halda fyrirlestur um starf sjóðsins á mikilvægri ráðstefnu á sviði starfsendurhæfingar, International Forum on Disability Management 2010 í Los Angeles í september 2010. Markmið með þátt- töku var að halda fyrirlestur um starfsemi Starfsendurhæfingarsjóðs og kynna upp- byggingu og eignarhald sjóðsins sem víða erlendis er talið vera til fyrirmyndar og eftirbreytni, þ.e. að atvinnurekendur og stéttarfélög hafi sameinast í stofnun og rekstri sjóðsins. Fyrirlesturinn bar nafnið Breaking the Barriers to Work, the Icelandic Organizational Model of Vocational Rehabilitation. Mjög góð við- brögð voru við þessum fyrirlestri og um hann sköpuðust áhugaverðar umræður. Heimasíða VIRK, www.virk.is, er í stöðugri þróun og sífellt bætist inn á hana efni, jafnt fréttir, fræðsluefni, viðtöl og greinar. Um 150-200 manns fara daglega inn á síðuna að meðaltali, fjöldi innlita í hverj- um mánuði er að meðaltali um 3700 og fjöldi gesta um 1600 á mánuði. Um höfundinn Vigdís Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingarsjóðs (VIRK) og hefur gegnt því starfi frá stofnun sjóðsins. Hún er hagfræðingur að mennt, með framhaldsmenntun á sviði mannauðsstjórnunar og alþjóðlega IPMA vottun í verkefnastjórnun. Hún hefur starfað sem stjórnandi og verkefnastjóri stórra verkefna í atvinnulífinu í mörg ár og einnig stýrt fyrirtæki í heilbrigðisrekstri. Vigdís starfaði sem hagfræðingur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á árunum 1992-1999.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.