Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Page 14

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Page 14
14 www.virk.is S TA R FS E N D U R H Æ FI N G A R S JÓ Ð U R vera í tómu tjóni með líkamann frá 2004. Ég var alltaf að veikjast, nánast hætt að geta gengið og kjálkarnir voru orðnir fastir. Ég fór í endurhæfingu á Reykjalundi og lagaðist talsvert en svo þegar skjálftinn kom í hendurnar fyrir um tveimur árum og þær fóru út og suður brotnaði ég niður. Mér fannst allt vera farið. Ég týndi sjálfri mér þegar ég fór af vinnumarkaðinum,“ greinir Sigrún frá. Hún frétti fyrst af aðstoðinni sem Starfsendur- hæfingarsjóður veitir þegar hún var að kanna réttindi sín í sambandi við veikindin hjá SFR. ,,Þar var mér bent á að tala við ráðgjafa hjá Starfsendurhæfingarsjóði og ég fékk í fyrravor samband við Soffíu Eiríksdóttur sem hefur reynst mér afar vel. Hún spurði mig hvaða aðstoð ég teldi mig þurfa og hvatti mig eindregið til þess að fara í iðjuþjálfun. Ég var efins en fór þó. Mér fannst reyndar eins og ég væri að taka tíma frá öðrum þar sem ég taldi mig ekki jafnslæma og margir sem voru þar. En í iðjuþjálfuninni lærði ég að gera ýmsar gagnlegar æfingar með höndunum.“ Sigrún kveðst hafa fyllst örvæntingu þegar hún varð að hætta að vinna fyrir rúmu ári. ,,Ég er búin að glíma við vefjagigt í fjölda ára, alveg örugglega frá því að ég var sextán ára og jafnvel miklu lengur. Þetta var í upphafi talið vera vöðvabólga en ég vissi að svo var ekki. Verkirnir voru allt öðruvísi og ég var að lokum greind með vefjagigt. Fyrir tveimur árum var ég orðin svo slæm að ég hafði ekki lengur stjórn á höndunum.“ Týndi sjálfri mér Þegar þetta var vann Sigrún á bókasafni Fjölbrautaskólans í Breiðholti. ,,Ég hitti ekki með fingrunum á réttan stað á lyklaborði tölvunnar sem ég vann við og missti bækurnar. Ég gat hvorki tekið upp penna, lyft glasi né hitt í pottana til þess að hræra í þeim. Ég hef í gegnum tíðina verið eins og gangandi verkjabúnt en var eiginlega búin að Aðstoðin veitti mér von og gleði Sigrún María Snorradóttir Mér finnst stórkostlegt að það skuli vera komið á kerfi sem hjálpar fólki að komast aftur út á vinnumarkaðinn eða, eins og í mínu tilfelli, að finna sér eitthvað að gera sem það ræður við. Aðstoðin frá Starfsendurhæfingarsjóði gaf mér von og ég er nú alsæl með að geta fengist við það sem veitir mér gleði.“

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.