Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 18

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 18
18 www.virk.is VE LF E R Ð A R K E R FI Ð heilbrigðisstarfsfólk líta á það sem sitt hlutverk að ráðleggja fólki um endurkomu í vinnu. Í heildina séð virðist vanta skilning og þekkingu á að vinnan geti haft jákvæð áhrif á heilsu einstaklingsins og að læknirinn hafi mikilvægt hlutverk í að stuðla að því að einstaklingurinn sé áfram í vinnu eða fari aftur í vinnu. Þetta kom berlega í ljós þegar gerð var könnun meðal 1500 breskra heimilislækna þar sem 2/3 þeirra vissu ekki að nýjar rannsóknir sýna fram á að vinna eflir heilsu. Það er þó huggun harmi gegn að næstum 90% þeirra sögðu að þessi vitneskja myndi stuðla að því að þeir breyttu ráðleggingum sínum til sjúklinga (Black, 2008). Vegna ónógrar þekkingar á vinnuumhverfi og starfi einstaklinga kann mörgum læknum að finnast óþægilegt að leiðbeina fólki um hvað það má gera í vinnunni, en samtal um getu einstaklingsins og daglega virkni gerir þeim kleift að veita gagnleg ráð eða vísa á ráðgjafa í starfsendurhæfingu. Ýmsir læknar hafa velt vöngum yfir því hvort þeir séu alltaf best til þess fallnir að gefa út vottorð um starfsgetu vegna þess að þeir hafi ekki sérþekkingu á sambandi vinnu og heilsu. Atvinnurekendur hafa líka gagnrýnt lækna vegna þess sem þeir telja vera örlæti þeirra við að skuldbinda fyrirtæki og opinbera aðila til að greiða fólki laun fyrir að vera ekki í vinnu (Hussey o.fl., 2004). Mikil fjölgun öryrkja á síðasta áratug bendir eindregið til þess að bæði heilbrigðikerfi og vinnumarkaður hafi brugðist hvað varðar að auðvelda fólki endurkomu til vinnu. Ráðleggingar heilbrigðisstétta sem hafa byggt á hæfilegri aðgæslu, íhaldssemi og stundum vanþekkingu hafa þannig ekki alltaf leitt til jákvæðrar niðurstöðu fyrir einstaklinginn þegar til lengri tíma er litið. Heilsuvernd á vinnumarkaði spannar vítt svið. Um getur verið að ræða forvarnir og heilsueflingu á vinnustað, stuðning við starfsmenn með skerta starfsgetu svo þeir geti verið í vinnu og aðstoð við fólk, sem er án atvinnu af heilsufarsástæðum, við að komast aftur á vinnumarkaðinn. Umfram allt snýst hún um að efla heilbrigði fólks á vinnualdri. Fagfólk í heilbrigðisþjónustu er lykilaðilar við að hvetja og auðvelda fólki að vera áfram í vinnu eða snúa aftur til vinnu. Ráðleggingar þess eru oftar en ekki nauðsynlegar þegar kemur að viðhorfum einstaklinga til þess að fara aftur í vinnu og finna mögulegar leiðir til að ná því markmiði. Heilsugæslulæknar eru hér sérlega mikilvægir þar sem þeir eru oft fyrstu aðilar innan heilbrigðiskerfisins sem fólk hefur samband við vegna heilsuvanda sem hefur áhrif á starfsgetu. Ráðleggingar heimilislæknisins geta haft mikið að segja um hvort viðkomandi er fjarverandi frá vinnu, hversu mikið og hversu lengi og hvort hann ákveður að fara aftur til starfa. Niðurstöður margra rannsókna sýna að vinnan hefur meðferðargildi og að vinna er almennt góð fyrir andlega og líkamlega heilsu, en líkur á endurkomu til vinnu minnka í hlutfalli við tímalengd frá vinnu (Waddell og Burton, 2006). Rannsóknir sýna einnig að fyrir fólk með algengan heilsuvanda er vinnan hluti af bataferlinu, ýmist í kjölfarið á eða samfara heilbrigðisþjónustu og aðlögun á vinnustað (Waddell o.fl., 2008). Þrátt fyrir mikilvægi vinnunnar við að efla og viðhalda heilsu virðast ekki allir læknar eða Við byggjum brú milli heilbrigðisþjónustu og vinnu Ingibjörg Þórhallsdóttir sérfræðingur hjá VIRK Mikil fjölg- un öryrkja á síðasta áratug bendir til þess að bæði heil- brigðiskerfi og vinnumarkaður hafi brugðist hvað varðar að auðvelda fólki endurkomu til vinnu.“

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.