Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 21

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 21
21www.virk.is VIÐTAL Linn er norsk og þótt hún búi hér og starfi þá hefur hún einnig mikil tengsl við heimalandið. Hún sinnir vísindastörfum og rannsóknum í Noregi meðfram því að kenna í læknadeild háskólans í Þrándheimi. Sem trúnaðarlæknir á einum stærsta vinnustað landsins þarf hún því stundum að sinna 100 prósent starfi í 50 prósent vinnu. „Ég hef þurft að forgangsraða í starfi mínu. Sjálf eyði ég mestum tíma í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu við þá starfsmenn okkar sem eru í erfiðum, endurteknum eða langvarandi veikindum. Ég reyni einkum að ná tali af fólki sem er ítrekað frá vinnu vegna veikinda eða sem er að koma aftur til starfa eftir langt eða erfitt veikindafrí,“ segir Linn en hún hefur einnig beitt sér varðandi stefnumörkun í fyrirtækinu á heilsusviði. Þar hefur hún áhrif á heildarstefnu er varðar vinnuvernd og heilsueflingu. „Þetta er öflug teymisvinna þar sem fleiri góðir og reynsluríkir starfsmenn koma saman og vinna með áhættumat, atvikaskráningar og heilsuvernd í tengslum við sýkinga- varnir, samskipti, vinnustellingar og fleira slíkt,“ bætir hún við. VIRK-þjónustan er himnasending Linn Getz, trúnaðarlæknir á Landspítalanum, hefur nýtt sér úrræði VIRK í starfi sínu og segir að þjónustan sé himnasending. Margir skjólstæðingar hennar eru í ráðgjöf hjá VIRK og hún er þakklát fyrir að til sé kerfi sem hlúir að einstaklingum og heldur utan um þá. Linn Getz trúnaðarlæknir

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.