Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Qupperneq 23

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Qupperneq 23
23www.virk.is VIÐTAL og heilsufari tiltekinna starfshópa svo sem hjá flugmönnum. Ég tel hins vegar að það gæti verið ávinningur af því fyrir marga vinnustaði að hafa lækni um borð. En til að slíkt komi að gagni verður hann að þekkja starfsemina og menningu fyrirtækisins,“ segir Linn. „Ég vil alls ekki sjá sívaxandi „atvinnulækningageira“ þar sem viðfangsefnið yrði aðallega það að eltast við starfsmenn fyrirtækja með allskonar heilsufarsmælingum og yfirborðskenndri heilbrigðisráðgjöf. Vinnuveitandi á ekki að leggja áherslu á ómarkvissar líkamsskoðanir og mælingar. Slíkar aðgerðir eiga að vera tengdar skilgreindum áhættuþáttum í starfi. Mæling á blóðþrýstingi og annað eftir atvikum, svo sem á kólesteróli og beinþéttni, ætti t.d. að vera í höndum heimilislækna. Líðan og þróun í starfi er hins vegar mikilvægt viðfangsefni fyrir vinnuveitandann. Að fólk geti farið stolt heim að loknu dagsverki, þreytt en sátt og með góða samvisku, það er heilsuvernd og heilsuefling sem virkilega skiptir máli til lengdar. Fólki sem líður vel í vinnu hefur einnig orku til að lífa heilbrigðu lífi utan vinnunnar. Og sem fyrirtæki eigum við að sjálfsögðu að vera hvetjandi og styðjandi þegar kemur að hollum lífsstíl. Það er t.d. sjálfsagt fyrir okkur að taka þátt í verkefnum eins og „Hjólað í vinnuna“ og við eigum að vera með hollan mat í mötuneytinu. Ábyrg ráðgjöf „Ég get séð fyrir mér að VIRK eigi eftir að þróast á jákvæðan hátt í öflugt og sterkt fyrirtæki með gott aðgengi að viðeigandi ráðgjöfum og úrlausnum. Fyrirtæki þar sem unnið væri í samvinnu við heimilislækni og trúnaðarlækni á vinnustað. Áríðandi er að kerfið verði aldrei að skriffinnskubákni heldur fari fram jákvætt, persónulegt starf þar sem er stuttur biðtími fyrir einstaklinga. Ráðgjafarnir þurfa að hafa mannlegt innsæi, lífsreynslu og sköpunarkraft til að halda vel utan um skjólstæðinga sína og sýna þeim virðingu á erfiðum tímum. Í Noregi er nú trygginga- og endur- hæfingarkerfi sem var upphaflega sett á laggirnar með háleitum hugsjónum en hefur smám saman orðið að bákni þar sem skriffinnskan er mikil, traustið á milli aðila lítið og biðtímar óþolandi langir. Álit almennings á kerfinu hefur því farið minnkandi. Ég vona að VIRK fari ekki í svipaðan farveg. Í Noregi greiðir Tryggingastofnun veikindarétt starfsmanna að miklu leyti. Atvinnurekandinn fær þar með minni hvatningu til að fylgjast með veikindum starfsmanna. Hins vegar er eitt mjög gott í Noregi en starfsmenn þar eiga kost á því að koma inn í sitt starf á meðan þeir eru enn í veikindaleyfi („aktiv sykemelding“). Með því er hægt að meta hvort fólk treysti sér aftur í starfið að loknu leyfi og hvernig er best að hjálpa til. Einstaklingur sem hefur verið frá starfi í marga mánuði vegna veikinda hefur kannski ekki fulla heilsu til að koma til baka í líkamlega erfitt umönnunarstarf,“ bætir Linn við. „Í íslenskum kjarasamningum er minna svigrúm, það að úrskurða um starfshæfni getur verið erfitt og viðkvæmt í slíkum tilvikum. Ég hef lært margt í þessu starfi frá því að ég byrjaði sem trúnaðarlæknir á Landspítalanum fyrir tíu árum. Ég hef kynnst mörgum starfsmönnum og finnst áberandi vilji þeirra til að standa sig vel í starfi og láta gott af sér leiða. Vinnuaginn og lífskrafturinn hjá Íslendingum er mikill,“ segir Linn Getz að lokum. „Með VIRK hafa opnast möguleikar til þess að vinna markvisst með vandamál starfsmanns í stað þess að hann sé látinn afskiptalaus í löngu veikindaleyfi.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.