Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 24

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 24
24 www.virk.is VE LF E R Ð A R K E R FI Ð bætir við: „Einnig hefur fólk komið til mín eftir atvinnumissi. Fólk sem hefur glímt við einhvers konar sjúkdóma og er á atvinnuleysisbótum. Bótunum fylgir sú krafa að viðkomandi sé í virkri atvinnuleit en þessir skjólstæðingar mínir gætu ekki þegið hvaða starf sem er vegna veikindanna. Því fólki hef ég sömuleiðis vísað til VIRK.“ Virkur á vinnumarkaði „Með ráðgjöfinni er unnið markvisst að því að gera fólk nægilega heilbrigt til að það geti orðið virkt á nýjan leik á vinnumarkaði. „Ég hef vísað töluvert mörgum til ráðgjafa VIRK hér á Akranesi, Bjargar Bjarnadóttur. Stundum vísa ég sjúkling- um þangað strax þegar þeir koma til mín til að þeir geti nýtt sér ráðgjöfina sem fyrst,“ segir Jón sem hefur starfað á Akranesi í tvö ár. Hann segir að aðrir læknar á heilsugæslunni séu einnig meðvitaðir um að nýta þessa þjónustu. „Sjúklingarnir sem leita til mín eru vitaskuld með mismunandi sjúkdóma. Algengustu vandamál óvinnufærra sjúklinga eru vegna veikinda í stoðkerfi eða andlegra sjúkdóma. Í öllum þessum tilfellum er það alveg ljóst að sjúklingarnir geta ekki sinnt starfi sínu. Þá hefur ráðgjafi VIRK komið til aðstoðar með mjög góðum árangri,“ greinir Jón frá og Ráðgjöf VIRK hefur skilað árangri Jón Sigmundsson heimilislæknir Jón Sigmundsson, heimilis- læknir á heilsugæslustöðinni á Akranesi, hefur nýtt sér úrræði VIRK, fyrir skjól- stæðinga sína með góðum árangri. Hann er afar ánægður með samstarfið og telur endurhæfinguna vera árangursríka. Gefur fólki tækifæri og framtíðarsýn

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.