Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Síða 25

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Síða 25
25www.virk.is VIÐTAL Jón Sigmundsson heimilislæknir Ég hef því sent fólk sem er í hættu á að missa vinnu sína vegna veikinda til ráðgjafa hjá VIRK. Þessir sjúklingar hafa kannski verið mikið frá vinnu og staða þeirra er orðin krítísk hjá vinnuveitanda. Núna er erfitt að fá vinnu og miklar kröfur gerðar til starfsmanna um að þeir mæti vel til vinnu og leggi sig fram í því starfi sem þeir gegna. Þeir sem eru oft frá vinnu vegna veikinda geta því verið í meiri hættu en aðrir á að missa starfið,“ segir Jón ennfremur. „Þessi ráðgjöf hjá VIRK hefur verið mjög gagnleg fyrir þetta fólk. VIRK hefur ekki verið starfrækt mjög lengi og þess vegna eru sjúklingar mínir sem voru með erfiðustu vandamálin enn í endurhæfingu. Ráðgjöfin hefur gengið vel og ég get fullyrt að hún hefur mælst vel fyrir hjá þessum sjúklingum.“ Haldið utan um sjúklinginn „Stundum koma sjúklingar til mín sem telja að þeir eigi rétt á að fara á örorkubætur vegna veikinda sinna. Þá vísa ég þeim í endurhæfingu hjá VIRK og ráðgjafinn hefur verið ákaflega duglegur að halda utan um þetta fólk sem er í ráðgjöf. Ráðgjafinn er tengiliður fólksins og vísar því veginn í sjúkraþjálfun, til sálfræðings, í sjálfstyrkingu eða endurhæfingu. Ráðgjafinn hefur yfirsýn yfir stöðuna og fylgir málum eftir. Sjúklingurinn hefur frá þeirri stundu þennan hauk í horni sem heldur utan um málið. Endurhæfingin er því í föstum skorðum og markviss. Með þessu fyrirkomulagi get ég líka sem læknir fylgst betur með ferlinu og metið framfarirnar.“ Ánægðir sjúklingar „Þeir sem ég hef vísað í þetta ferli hafa verið ánægðir. Fólk fær möguleika á aðstoð til að verða vinnufært aftur og líða betur andlega og líkamlega. Ég tel því að þetta geri fólki gott og að það fái nýja framtíðarsýn. Skjólstæðingar mínir fá líka tilfinningu fyrir því að allt sé gert fyrir þá svo þeir öðlist betri heilsu. Þetta er tækifæri sem manneskjan fær til að verða góður og gegn þjóðfélagsþegn sem líður vel í starfi sínu. Í mínum huga væri gagnlegt að tekið væri stöðumat á þriggja til sex mánaða fresti á sjúklingnum í framtíðinni. Að við færum þá saman yfir meðferðina og árangur hennar.“ - Hafa skjólstæðingar þínir verið jákvæðir gagnvart því að vera vísað til VIRK? „Já, þeir hafa tekið þessu úrræði á jákvæðan hátt. Læknar eru oft önnum kafnir og ég gæti trúað að fólki finnist það fá betri þjónustu en áður tíðkaðist. Það er alltaf gott að leita til lækna með vandamál sín en það er líka nauðsynlegt að fá stuðning og hvatningu úr annarri átt. Ráðgjafarnir taka fólk í mjög gott heildrænt mat þar sem t.d. er spáð í áhugamál og fundið út hvar tækifæri viðkomandi liggja.“ - Hefur þú hugsað öðruvísi um möguleika þinna sjúklinga eftir að hafa kynnst VIRK? „Já, mér hefur þótt þetta ferli afar hjálplegt og gagnlegt. Núna er miklu betri eftirfylgni á málum sjúklingsins og meiri líkur á að hann verði fljótt vinnufær á nýjan leik. Mér líst því mjög vel á þessa starfsemi og finnst mikilvægt að koma fólki sem fyrst til ráðgjafans. Þeim mun fyrr er hægt að finna út hvaða tækifæri eru til staðar til að gera fólk virkt aftur á vinnumarkaðnum.“ „Ég hef því sent fólk sem er í hættu á að missa vinnu sína vegna veikinda til ráðgjafa hjá VIRK. Þessir sjúklingar hafa kannski verið mikið frá vinnu og staða þeirra er orðin krítísk hjá vinnuveitanda. Núna er erfitt að fá vinnu og miklar kröfur gerðar til starfsmanna um að þeir mæti vel til vinnu og leggi sig fram í því starfi sem þeir gegna. Þeir sem eru oft frá vinnu vegna veikinda geta því verið í meiri hættu en aðrir á að missa starfið.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.