Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Page 31

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Page 31
31www.virk.is VIÐTAL getur verið erfitt að komast inn aftur. Í sumum tilfellum hefur fólk þurft að skipta um starfsvettvang þar sem starfið hentar ekki lengur þrátt fyrir lagfæringar eða hjálpartæki. Það er ekki mikið svigrúm í kerfinu og frekar tregða heldur en hitt að koma til móts við þetta fólk. Það þyrftu að vera bætur á móti vinnu þannig að fólk geti áttað sig á vinnugetu eða á meðan það er að byggja sig upp smátt og smátt. Batinn kemur hraðast þegar fólk byrjar að vinna aftur því það eru svo margir erfiðir félagslegir þættir sem spila inn í veikindin. Sjálfsmyndin verður strax sterkari þegar fólk er komið í vinnu. Þarf að byrja strax Starfsendurhæfing er jákvætt ígrip og ég vil leggja áherslu á að það ferli hefjist snemma. Ef fjarvistir hafa verið miklar á að gera viðeigandi ráðstafanir strax. Oft finnst mér að fólk hafi verið of lengi frá vinnu þegar meðferðin hefst. Þá geta vandamálin verið orðin fleiri heldur en þau voru upprunalega,“ segir Sigurborg. „Ég er ánægð með VIRK og þá einstaklingsmiðuðu þjónustu sem þar er unnið eftir. Síðan þarf eftirfylgnin sömuleiðis að vera góð. Meta þarf árang- ur og framfarir með stuttu millibili. Ég hef séð mjög jákvæða hluti gerast með fólk sem hefur komið til mín. Einstaklingar sem eru byrjaðir í endurhæfingu eru opnari fyrir alls kyns námskeiðum og endurmenntun og ný tækifæri hafa þar með orðið til. Það er ennfremur jákvætt fyrir þá sem hafa orðið fyrir áföllum í lífinu að hafa einhverja manneskju til að styðja sig á markvissan hátt.“ „Batinn kemur hraðast þegar fólk byrjar að vinna aftur því það eru svo margir erfiðir félagslegir þættir sem spila inn í veikindin.“ „Sjálfsmyndin verður strax sterkari þegar fólk er komið í vinnu.“

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.