Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Qupperneq 33

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Qupperneq 33
33www.virk.is VELFERÐARKERFIÐ síðasta áratug en enn í dag virðist skortur á samhæfingu og heildaryfirsýn. Starfandi er nefnd á vegum Velferðarráðuneytisins um samþættingu milli aðila vinnumarkaðar- ins og hins opinbera á málefnum starfs- endurhæfingar, (Velferðarráðuneytið, 2011; Guðrún Hannesdóttir, Sigurður Thorlacius og Stefán Ólafsson, 2010; Guðrún Hannesdóttir, 2009). Starfsendurhæfingarsjóður var stofnaður af aðilum vinnumarkaðarins árið 2008. Aðferð og framkvæmd Í rannsókninni var notuð blönduð aðferð. Með því er vísað til þess að notast er við megindlega og eigindlega aðferð bæði við gagnaöflun og greiningu og túlkun á niðurstöðunum. Í þessari rannsókn var beitt margprófun til að auka áreiðanleika niðurstaðnanna (Creswell og Clark, 2007). Með hliðsjón af rannsóknarspurningunni „Hefur starfsendurhæfing áhrif á fátækt, félagslega einangrun og virkni þátttakenda?“ var ákveðið að afla gagna með breytilegum hætti. Í rannsókninni var unnið með tölulegar upplýsingar um alla þá einstaklinga sem höfðu verið í SN á tímabilinu janúar 2006 til maí 2010. Allir þátttakendur höfðu fyllt út ASEBA skimunarlista við upphaf starfsendurhæfingar. Af þeim sem höfðu lokið starfsendurhæfingu höfðu 100 þátttakendur einnig fyllt út lista við lok endurhæfingar. Greining var unnin úr gögnum frá SN um 48 þátttakendur, 53 svöruðu símakönnun þar sem notast var við spurningar úr rannsókn Guðrúnar Hannesdóttur (2010) um lífskjör og hagi öryrkja og viðtöl voru tekin við sjö þátttakendur. Þá hættu 44 án þess að ljúka endurhæfingunni og var staða þess hóps einnig athuguð. Hvert gagnasafn var greint sérstaklega og niðurstöður síðan túlkaðar í heild. Einstaklingar í úrtaki SN, símakönnun og viðtölum voru valdir með tilviljun byggðu á númeruðum lista heildarhópsins (N=241). Kynjahlutfallið í heildarhópnum (N=241) var þannig að karlar voru 29% og konur 71%. Yngsti þátttakandi var 18 ára og elsti 57 ára og meðalaldur tæp 33 ár. Í tölfræðilegri úrvinnslu var heildarhópnum skipt í samræmi við aldurshópa ASEBA matslistanna; 18-35 ára og 36-59 ára. Hlutfallsleg skipting aldurshópana var þannig að 62% tilheyrðu yngri hóp og 38% eldri hóp. Rúm 52% þátttakenda voru í sambúð með maka og 57% voru foreldrar með börn. Aðrir bjuggu einir, með foreldrum eða öðrum. Meirihluti einstaklinga í heildarúrtakinu, alls 79%, hafði aðeins lokið grunnskólaprófi. Í rannsókninni er unnið með töluleg og ópersónugreinanleg gögn frá Starfs- endurhæfingu Norðurlands (ASEBA mælingar og úrtak SN). Rannsóknin var tilkynnt til Pernsónuverndar (S4882/2010) og í símakönnun og viðtalsrannsókn var byggt á samþykki þátttakenda sjálfra. Samanburður milli gagnasafna Samanburður var gerður á dreifingu og meðaltali á kvarða heildarerfiðleika (total problem scale) eftir úrtakshópum. Eins og sjá má á töflu 1 reyndust meðaltöl hópanna mjög svipuð, að því undanskildu að hópurinn sem hætti í starfsendurhæfingu reyndist búa við meiri erfiðleika en aðrir. Þegar meðaltal brottfallshóps var borið saman við heildarmeðaltal þeirra sem eftir stóðu kom í ljós að það var marktækt hærra en meðaltal þeirra sem hafa klárað eða eru enn í endurhæfingu. Slíkur munur kom ekki fram ef aðrir úrtakshópar voru einangraðir og bornir saman við þá sem eftir stóðu (t-próf óháðra úrtaka og dreifigreining). Þetta þýðir að væri hópnum sem hætti í endurhæfingu sleppt reyndust umfang og dreifing heildarerfiðleika hvers úrtakshóps dæmigerðir fyrir þýðið þ.e. alla aðra þátttakendur hjá SN á tímabilinu frá 2006 til 2010. Þessi samsvörun á milli úrtakshópanna á einnig við um bakgrunnsbreyturnar kyn, aldur og menntun. Því má ætla að niðurstöður úr einstökum mælingum á úrtakshópunum séu lýsandi fyrir heildarhópinn. Helstu niðurstöður Niðurstöður ASEBA mælingar á heildar- hópnum (N=241) við upphaf starfsendur- Tafla 1. Lýsandi tölfræði fyrir kvarða heildarerfiðleika (total problem scale) við upphaf endurhæfingar meðal úrtakshópa ASEBA upphafsmæling 50 60,69 37 79 9,17 ASEBA upphafs- og lokamæling 100 61,49 36 82 9,75 Símakönnun 53 60,15 40 80 8,90 Úrtak S.N. 48 62,81 39 80 8,29 Viðtöl 7 60,80 48 80 9,25 Hættu í endurhæfingu 44 64,32** 44 90 9,18 Heildarhópur 241* 61,49 36 90 9,40 *Skörun er á milli úrtakshópanna í ASEBA upphafs- og lokamælingu, símakönnun, úrtak SN og viðtölum. Fjöldi í mælingu heildarhópsins er því minni en samanlagður fjöldi einstakra úrtaka. ** sig<,05 Fjöldi Meðaltal Lægsta gildi Hæsta gildi StaðalfrávikVeikindafjarvistir árið 2007 (%)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.