Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 37

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 37
37www.virk.is VELFERÐARKERFIÐ Aukið sjálfstraust og lífshamingja Í símakönnun (n=53) sögðu um 90% þátttakenda endurhæfinguna hafa skilað sér frekar eða mjög miklum árangri og 10% sögðu starfsendurhæfinguna hafa skilað sér frekar litlum árangri. Í könnun- inni voru þátttakendur jafnframt spurðir út í helstu ávinninga af endurhæfingunni. Í ljós kom að flestir nefndu ávinning fólginn í auknu sjálfstrausti eða tæp 85% þátttakenda. Ríflega helmingur svaraði að meðal helstu ávinninga væri að starfsendurhæfingin hafi stuðlað að námi, betri heilsu eða líðan og að þátttakan hafi skilað sér í aukinni þátttöku í félagslífi. Tæplega helmingur þátttakenda nefndi aukið sjálfstæði sem einn af helstu ávinningum af starfsendurhæfingunni. Tveir einstaklingar eða 4% sögðu starfsendurhæfinguna ekki hafa skilað sér neinum af nefndum þáttum (sjá mynd 4). Þátttakendur í símakönnun voru einnig beðnir að meta það á skalanum 1 til 10 hversu ánægðir eða óánægðir þeir væru með líf sitt almennt. Hópurinn sem hefur klárað endurhæfingu reyndist að jafnaði ánægðari með líf sitt en hinir sem ekki hafa lokið. Meðaltal þess hóps var 7,03 á meðan meðaltal þeirra sem enn eru í endurhæfingu var 6,78. Miðgildið hjá hópnum sem hefur klárað var 7,5 á meðan það var 6,5 hjá þeim sem eru enn að, sem sýnir að almenn lífsánægja virðist aukast við og í kjölfar starfsendurhæfingar. Athyglisvert er í þessu sambandi að niðurstaða úr sömu spurningu var 6,2 í rannsókn á Lífskjörum og högum öryrkja (Guðrún Hannesdóttir, 2010). Umræða Niðurstöður ólíkra mælinga í rann- sókninni vísa allar í sömu átt, þ.e. að starfsendurhæfing þátttakenda hjá SN hafi áhrif á heilsufar, virkni í námi og vinnu, rjúfi eða brjóti félagslega einangrun og bæti samskipti og aðlögun þátttakenda og hafi þar með áhrif á afstæða/upplifaða fátækt þeirra. Starfsendurhæfingin bætir hins vegar ekki fjárhagslega stöðu þátttakenda eða eykur tekjur þeirra, þó svo þeim gangi nokkru betur að stýra fjármálum sínum og líti almennt bjartari augum á fjárhagslega stöðu sína til framtíðar. Þátttakendur sjálfir meta stöðu sína betri í lok starfsendurhæfingarinnar en öryrkjar almennt og bendir það sömuleiðis til jákvæðra áhrifa starfsendurhæfingar. Það er sömuleiðis hærra hlutfall notenda hjá SN sem telja starfsendurhæfinguna hafa skilað sér frekar eða mjög miklum árangri, eða 90% hjá SN en 58% hjá þeim öryrkjum sem sótt hafa starfsendurhæfingu samkvæmt rannsókn Guðrúnar Hannesdóttur (2010). Mun hærra hlutfall þátttakenda SN en öryrkja hefur aðeins grunnmenntun, 79% hjá SN en 64% öryrkja almennt (Guðrún Hannesdóttir, 2010). Uppistaða Mynd 4. Svör þátttakenda í SN um hvaða árangri starfsendurhæfingin hafi helst skilað þeim 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Au kn u s jál fst ra us ti St uð lað að ná mi Be tri he ils u o g/e ða lí ða n Au kin ni þá ttt ök u í fé lag slí fi Au kn u s jál fst æð i Al me nn t a uk nu m líf sg æð um St uð lað i a ð v inn u Öð ru En gu 85% 57% 55% 51% 49% 26% 23% 8% 4%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.