Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Page 40

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Page 40
40 www.virk.is A TV IN N U LÍ F ATVINNULÍF „Starfsendurhæfing er ferli sem felur í sér stuðning við einstaklinga með skerta starfsgetu í kjölfar veikinda eða slysa í þeim tilgangi að auka starfshæfni, viðhalda henni og stuðla að endurkomu til vinnu. Í starfsendurhæfingu er unnið með styrkleika einstaklingsins samhliða því að lögð er áhersla á að draga úr áhrifum hindrana sem skerða starfsgetu.“ Í starfi VIRK er lögð rík áhersla á stuðning við endurkomu til vinnu í samstarfi við vinnu- markaðinn en til þess að gera það mögulegt þarf oft að vinna sérstaklega með styrkleika einstaklinga og draga úr þeim hindrunum sem eru til staðar. Árangur í starfsendurhæfingu Það má líta á starfsendurhæfingu sem nokkurs konar brú á milli heilbrigðiskerfis og vinnu- markaðar – brú sem tryggir og byggir upp sam- vinnu, skilning og þekkingu til að endurkoma til vinnu verði sem farsælust og árangursríkust. Til að slíkt sé mögulegt þarf að koma til samvinna margra aðila eins og viðkomandi einstaklings, Starfsendurhæfing á vinnumarkaði Hvað er starfsendurhæfing? Mismunandi skilgreiningar hafa verið notaðar til að lýsa hugtakinu starfsendurhæfing og því ferli sem á sér stað í starfsendurhæfingu. Sumir hafa ennfremur viljað gera greinarmun á starfsendurhæfingu annars vegar og atvinnutengdri endurhæfingu hins vegar þar sem atvinnutengd endurhæfing er talin hafa meiri skírskotun til starfs í atvinnulífinu á meðan starfsendurhæfing hefur það að markmiði að efla getu einstaklinga til að sjá um sig sjálfir óháð þátttöku á vinnumarkaði. Það er að starf geti verið bæði launað starf og önnur verkefni daglegs lífs. Hjá VIRK hefur ekki verið gerður greinarmunur á þessum tveimur hugtökum og við notum orðið starfsendurhæfing um okkar starf en leggjum hins vegar áherslu á að okkar starfsendurhæfingarþjónusta miðar fyrst og fremst að því að auka getu einstaklinga til að takast á við launað starf á vinnumarkaði. Við höfum því ákveðið að skilgreina starfsendurhæfingu á eftirfarandi hátt og byggjum þar á m.a. skilgreiningu WHO frá árinu 2010: „Rannsóknir og reynsla bæði hérlendis og erlendis hafa sýnt fram á það að starfsendurhæfing í nánu samstarfi við atvinnulíf og vinnustaði skilar mun meiri árangri varðandi endurkomu til vinnu en önnur nálgun.“ Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.