Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Síða 40

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Síða 40
40 www.virk.is A TV IN N U LÍ F ATVINNULÍF „Starfsendurhæfing er ferli sem felur í sér stuðning við einstaklinga með skerta starfsgetu í kjölfar veikinda eða slysa í þeim tilgangi að auka starfshæfni, viðhalda henni og stuðla að endurkomu til vinnu. Í starfsendurhæfingu er unnið með styrkleika einstaklingsins samhliða því að lögð er áhersla á að draga úr áhrifum hindrana sem skerða starfsgetu.“ Í starfi VIRK er lögð rík áhersla á stuðning við endurkomu til vinnu í samstarfi við vinnu- markaðinn en til þess að gera það mögulegt þarf oft að vinna sérstaklega með styrkleika einstaklinga og draga úr þeim hindrunum sem eru til staðar. Árangur í starfsendurhæfingu Það má líta á starfsendurhæfingu sem nokkurs konar brú á milli heilbrigðiskerfis og vinnu- markaðar – brú sem tryggir og byggir upp sam- vinnu, skilning og þekkingu til að endurkoma til vinnu verði sem farsælust og árangursríkust. Til að slíkt sé mögulegt þarf að koma til samvinna margra aðila eins og viðkomandi einstaklings, Starfsendurhæfing á vinnumarkaði Hvað er starfsendurhæfing? Mismunandi skilgreiningar hafa verið notaðar til að lýsa hugtakinu starfsendurhæfing og því ferli sem á sér stað í starfsendurhæfingu. Sumir hafa ennfremur viljað gera greinarmun á starfsendurhæfingu annars vegar og atvinnutengdri endurhæfingu hins vegar þar sem atvinnutengd endurhæfing er talin hafa meiri skírskotun til starfs í atvinnulífinu á meðan starfsendurhæfing hefur það að markmiði að efla getu einstaklinga til að sjá um sig sjálfir óháð þátttöku á vinnumarkaði. Það er að starf geti verið bæði launað starf og önnur verkefni daglegs lífs. Hjá VIRK hefur ekki verið gerður greinarmunur á þessum tveimur hugtökum og við notum orðið starfsendurhæfing um okkar starf en leggjum hins vegar áherslu á að okkar starfsendurhæfingarþjónusta miðar fyrst og fremst að því að auka getu einstaklinga til að takast á við launað starf á vinnumarkaði. Við höfum því ákveðið að skilgreina starfsendurhæfingu á eftirfarandi hátt og byggjum þar á m.a. skilgreiningu WHO frá árinu 2010: „Rannsóknir og reynsla bæði hérlendis og erlendis hafa sýnt fram á það að starfsendurhæfing í nánu samstarfi við atvinnulíf og vinnustaði skilar mun meiri árangri varðandi endurkomu til vinnu en önnur nálgun.“ Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.