Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 41

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 41
41www.virk.is ATVINNULÍF heimilislæknis, atvinnurekanda og ráð- gjafa í starfsendurhæfingu. Rannsóknir og reynsla bæði hérlendis og erlendis hafa sýnt fram á að til að tryggja varanlegan árangur í starfsendurhæfingu þá skiptir öllu máli að: K1. oma snemma að málum og bjóða ráðgjöf á sviði starfsendurhæfingar um leið og fyrirséð er að starfsmenn verði fjarverandi vegna heilsubrests í lengri tíma. Vinna í nánu samstarfi við 2. atvinnulífið. Gæta þess að einstaklingar missi ekki vinnusamband sitt vegna veikinda eða slysa og stuðla að farsælli endurkomu til vinnu eftir langtíma fjarvistir. Hér á eftir verður sérstaklega fjallað um þessa þætti í samhengi við skipulag VIRK og uppbyggingu á þjónustu í samvinnu við stéttarfélög og atvinnurekendur. Að koma snemma að málum Það er mjög mikilvægt að bjóða einstaklingum markvisst upp á starfs- endurhæfingarþjónustu snemma í kjöl- far veikinda eða slyss. Hversu snemma fer auðvitað eftir aðstæðum viðkomandi og það er ljóst að á meðan á bráðafasa stendur og einstaklingur er í virkri þjónustu innan heilbrigðiskerfisins þá er starfsendurhæfing oft hvorki viðeigandi né árangursrík. Umfang þjónustu í starfsendurhæfingu þarf hins vegar að aukast eftir því sem einstaklingurinn öðlast betri heilsu og þá er einnig mikilvægt að efla strax tengingar við vinnumarkaðinn til að endurkoma í vinnu verði árangursrík. Einstaklingar þurfa að vita af því að þjónusta á sviði starfsendurhæfingar stendur þeim til boða í kjölfar veikinda eða slysa og einnig þarf öll sú þjónusta sem á sér stað í kjölfar áfalla, bæði innan heilbrigðiskerfis, félagskerfis, á vinnustað og hjá framfærsluaðilum og í starfsendurhæfingu að hafa það að markmiði að auka starfsgetu viðkomandi og tryggja þátttöku í atvinnulífi til framtíðar. Til að þetta sé unnt þarf að upplýsa einstaklinga um þjónustu á sviði starfsendurhæfingar en einnig þarf markvisst að bjóða þeim þjónustuna sem þurfa á henni að halda. Markvisst framboð þjónustu Einstaklingar sem glíma við afleiðingar líkamlegra eða andlegra sjúkdóma geta ekki alltaf haft frumkvæði að því að leita sér aðstoðar á sviði starfsendurhæfingar, jafnvel þó þeir hafi mikla þörf fyrir þjónustuna. Þessir einstaklingar glíma oft við alvarlegar afleiðingar sjúkdóma sinna og hafa lítið þrek eða rými til annarra hluta. Það þarf því að bjóða þessum einstaklingum markvisst upp á þessa þjónustu. Reynsla okkar hjá VIRK er sú að þessir einstaklingar eru mjög þakklátir fyrir að fá boð um þjónustu og finnst hún mjög gagnleg jafnvel þó þeir hafi ekki sjálfir haft frumkvæðið að því að leita eftir henni. Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.