Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Síða 43

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Síða 43
43www.virk.is ATVINNULÍF greiðslur frá sjúkrasjóðum stéttarfélaga í allt að 6-9 mánuði. Auk þessa eiga starfsmenn oft rétt á örorkulífeyri hjá lífeyrissjóðum sem reknir eru af aðilum vinnumarkaðarins eftir að bótatímabili hjá sjúkrasjóði lýkur. Það geta því liðið 1-2 ár áður en starfsmenn á vinnu- markaði sækja um bótagreiðslur hjá opinberum aðilum í kjölfar veikinda eða slysa og það er einmitt þetta tímabil sem skiptir öllu máli varðandi árangur í starfsendurhæfingu. Ef við ætlum að bjóða upp á þjónustu í starfsendurhæfingu á skipulegan hátt snemma í fjarvistaferli einstaklings þá er það einungis mögulegt í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. Aðilar vinnumarkaðarins sömdu um stofnun Starfsendurhæfingarsjóðs í kjarasamningum á árinu 2008. Síðan hafa þeir staðið vörð um uppbyggingu á þessari þjónustu og lagt mikla áherslu á að efla hana og þróa í samvinnu við bæði stéttarfélög og atvinnulíf. Allir sem fá greidda dagpeninga frá sjúkrasjóðum stéttarfélaga fá upplýsingar um þjónustuna og að auki er sérstaklega haft samband við marga þessara einstaklinga og þeim boðið upp á viðtal hjá ráðgjafa í starfsendurhæfingu. Einnig á sér stað fræðsla um þjónustuna fyrir trúnaðarmenn og stjórnendur á vinnustöðum til að auka líkur á því að menn leiti sér aðstoðar snemma í ferlinu ef þörf er á. Það er ekki nýtt að aðilar vinnumarkað- ar semji um mikilvæg mál velferðar- kerfisins í kjarasamningum – hvorki hér á landi né á hinum Norðurlöndunum. Samtök launamanna hafa einnig í gegnum tíðina gegnt mikilvægu hlutverki við að byggja upp það velferðarkerfi sem við búum við í dag og auk þess er stór hluti velferðarkerfisins hér á landi til staðar vegna samstarfs verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda og má þar til dæmis nefna lífeyris- sjóðina, atvinnuleysistryggingar og rétt til launa og bótagreiðslna í veikindum. Með stofnun Starfsendurhæfingarsjóðs hafa aðilar vinnumarkaðarins ákveðið að taka meiri ábyrgð á þessum málaflokki og byggja upp öfluga starfsendurhæfingu á vinnumarkaði – samfélaginu öllu til heilla. Þjónusta í samstarfi við stéttarfélög og atvinnurekendur Þjónusta ráðgjafa VIRK fer fram hjá stéttarfélögum um allt land. Þannig er lögð áhersla á að hafa þjónustuna dreifða og aðgengið gott. Allir ráðgjafar stéttarfélaganna vinna í samræmi við vinnu- og siðareglur VIRK og trúnaður ríkir á milli ráðgjafa og einstaklings um allt sem þeim fer á milli. Þjónustan er einstaklingsbundin og tekur mið af aðstæðum og þörfum hvers og eins einstaklings. Með því að staðsetja ráðgjafa hjá stéttarfélögum um allt land er aðgengi félagsmanna jafnað auk þess sem tryggð er góð samvinna við bæði sjúkrasjóði stéttarfélaganna og atvinnurekendur á svæðinu en þetta eru þeir aðilar sem bera ábyrgð á launa- og bótagreiðslum einstaklinga í fjarvistum vegna veikinda og slysa. Ráðgjafar nýta sér jafnframt tengsl stéttarfélagsins við atvinnulífið og fyrirtækin á staðnum og geta á þann hátt smám saman aukið aðkomu atvinnulífsins að starfseminni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.