Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Qupperneq 44

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Qupperneq 44
ATVINNULÍF Aukið samstarf við atvinnulíf Rannsóknir og reynsla bæði hérlendis og erlendis hafa sýnt fram á það að starfsendurhæfing í nánu samstarfi við atvinnulíf og vinnustaði skilar mun meiri árangri varðandi endurkomu til vinnu en önnur nálgun. Um þetta er m.a. fjallað í grein Ingibjargar Þórhallsdóttur á bls. 54 í þessu ársriti. Hér á landi hefur á undanförnum árum átt sér stað mikil og metnaðarfull uppbygging á ýmsum úrræðum í starfsendurhæfingu. Flest hafa þau lagt mesta áherslu á menntun og heilsueflingu en skortur hefur verið á markvissari þjálfun og tengingu við atvinnulífið. Víða erlendis er til dæmis í boði öflug sérfræðiþjónusta sem miðar að því að aðstoða einstaklinga við að yfirvinna hindranir sem geta bæði verið í vinnuumhverfinu sem slíku og einnig af sálfélagslegum toga. Þessi tegund úrræða hefur skilað mjög góðum árangri. Hjá Starfsendurhæfingarsjóði á sér stað töluvert þróunarstarf í þessum efnum og einnig hafa úrræðaaðilar verið hvattir til að þróa starfstengd úrræði af þessum toga til dæmis með veitingu styrkja til uppbyggingar þeirra. Verið er að fara af stað með tilraunaverkefni um vinnuprófanir og sérstakan stuðning á vinnustöðum og eins er áhugi fyrir því að útfæra nánar hugmyndir um reynsluráðningar og aukinn stuðning á vinnustöðum. VIRK hefur einnig aukið samstarf við Tryggingastofnun ríkisins vegna vinnusamninga öryrkja. VIRK hefur ennfremur áhuga á að þróa aukna þjónustu fyrir atvinnulíf í formi aðstoð- ar við uppbyggingu á fjarvistarstefnu og vinnuferlum til að tryggja farsæla endurkomu starfsmanna til vinnu eftir veikindi og slys. Vinnufundur um starfsendur- hæfingu og forvarnir Þann 8. febrúar síðast liðinn var haldinn vinnufundur um starfsendurhæfingu og forvarnir á vegum VIRK og aðila vinnumarkaðarins. Þátttakendur á þessum vinnufundi voru starfsmenn VIRK og fulltrúar stofnaðila VIRK – það er fulltrúar stéttarfélaga og atvinnurekenda. Alls tóku þátt um 50 manns. Boðið var upp á fræðslu fyrir hádegi og eftir hádegið var skipt í umræðuhópa þar sem var rætt um hvernig auka megi starfsendurhæfingu í atvinnulífinu og uppbyggingu á þróunarverkefni til næstu 2-3 ára til að stuðla að vinnutengdri endurhæfingu, forvörnum, betri stjórnun fjarvista og farsælli endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys. Þessi vinnufundur heppnaðist mjög vel, góðar umræður voru í vinnuhópum og margar góðar hugmyndir komu fram sem nauðsynlegt er að vinna áfram. Hér á síðunni eru nokkrar myndir frá þessum fundi. 44 A TV IN N U LÍ F www.virk.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.