Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Page 56

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Page 56
56 www.virk.is A TV IN N U LÍ F ATVINNULÍF einhverju í starfinu eða í vinnuumhverfinu til að hann geti unnið áfram við starfið. Hann getur sem sagt haft fulla starfsgetu ef miðað er við annað eða aðlagað starf. Þessi nálgun gerir einstaklingi kleift að vera áfram á vinnumarkaði í stað þess að vera fjarverandi í langan tíma með öllum þeim neikvæðu afleiðingum sem því fylgja. Snemmbært inngrip og endurkoma til vinnu Það er erfitt fyrir fólk að fara aftur í vinnu eftir að hafa verið fjarri vinnumarkaði um langan tíma. Fólk missir ekki eingöngu vinnugetuna og hæfnina á tímum hraðra breytinga heldur getur það tapað niður hæfni í mannlegum samskiptum ef það eingangrast heima vegna veikinda. Reglulegt samband við vinnustaðinn og varðveisla ráðningarsambands á veikindatímabilinu er því ein mikilvæg- asta forvörnin gegn því að einstaklingurinn hætti alfarið á vinnumarkaði vegna veikinda eða slysa. Algengustu ástæður langvinnra veikinda- fjarvista og hugsanlega örorku í kjölfarið eru algeng heilsufarsvandamál sem sum hver eru ekki sérlega alvarleg (Waddell og Burton, 2006). Þetta eru oftast stoðkerfisvandamál, svo sem bakverkir eða liðavandamál, eða vandamál tengd geðheilsu. Í rannsóknum í Hollandi hefur komið í ljós að um þriðjungur einstaklinga á aldrinum 16-65 ára telja sig hafa einhverja heilsufarslega skerðingu eða langvinn heilsufarsvandamál sem hindra þá við vinnu. Þetta þýðir þó ekki að þeir geti ekki unnið og hætti á vinnumarkaði (Reijenga, 2003). Hvað veldur því að einstaklingar, sem eiga við algeng og ekki sérlega alvarleg heilsufarsvandamál að stríða, hverfa af vinnumarkaði þegar aðrir með sama vanda gera það ekki? Að hluta má skýra það með viðhorfum, að hluta með þekkingarskorti og að hluta með því að inn í samfélagskerfið eru ekki innbyggðir hvatar eða möguleikar fyrir alla til að vera virkir á vinnumarkaði, þó þeir gætu það. Nokkur hluti einstaklinga hverfur af vinnumarkaði fyrir hreina slysni, af því að enginn hefur tekið að sér það hlutverk að styðja þá markvisst aftur í vinnu og umhverfið hefur ekki þolinmæði gagnvart þeim sem eru með skerta starfsgetu Breytingar á viðhorfum í starfsendurhæf- ingu eru í þá veru að vinnan sé hluti af bataferlinu (Waddell og Burton, 2006) og að í stað þess að endurhæfa fólk til að koma því til vinnu sé vinnan hluti af endurhæfingunni (Sokoll, 2002). Aukin áhersla á vinnutengingu og endurkomu til vinnu í starfsendurhæfingu endurspeglar þetta viðhorf. Í ljósi ástandsins á íslenskum vinnu- markaði ætti að leggja allt kapp á að ráðningarsamband starfsmanns rofni ekki þrátt fyrir langvinn veikindi eða alvarlegan heilsubrest og að allra leiða sé leitað til að viðhalda því. Atvinnurekandi sem þekkir starfsmanninn er líklegri til að bjóða sínum starfsmanni, sem er með skerta starfsgetu, vinnuaðlögun en nýjum starfsmanni. Endurkoma til vinnu eftir veikindi eða slys Flestir fara aftur í vinnu eftir veikindi eða slys án sérstakrar aðstoðar. En fyrir þá sem þurfa aðstoð við að fara aftur í vinnu krefst það samhæfingar og samvinnu margra aðila, svo sem starfsmannsins sjálfs, atvinnurekandans, meðhöndlandi læknis og ráðgjafa í starfsendurhæfingu. Endurkoma til vinnu eftir veikindi eða slys hefur verið rannsökuð bæði með tilliti til endurkomuferlisins, hlutverka ólíkra aðila og árangurs. Það er þekkt að einstaklingar með langvinn heilsufarsvandamál, svo sem geðræn vandamál eða stoðkerfisverki, eru meira frá vinnu en þeir sem teljast heilbrigðir (Allen, 2009). Því oftar og lengur sem þeir eru frá vinnu aukast líkurnar á því að þeir hverfi alfarið af vinnumarkaði. Eftir sex mánaða veikindafjarveru eru 80% líkur á því að einstaklingurinn sé ekki í vinnu eftir fimm ár (Waddell o.fl., 2008) og leiti eftir framfærslu í félagslega kerfinu eftir að launuðum veikindarétti lýkur. Til

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.