Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Page 60

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Page 60
60 www.virk.is A TV IN N U LÍ F ATVINNULÍF Aftur til vinnu eftir andleg veikindi Sveina Berglind Jónsdóttir sérfræðingur hjá VIRK Inngangur Góð geðheilsa er ekki síður mikilvæg en góð líkamleg heilsa. Margir þurfa á einhverju tímabili ævinnar að glíma við alvarleg veikindi. Skilningur samfélagsins á líkamlegum veikindum er oft mun meiri en þegar um andleg veikindi er að ræða. Starfsmaður sem dettur út úr vinnu vegna krabbameins fær undantekingarlítið mikinn stuðning og skilning vinnufélaga og atvinnrekanda og er það vel. Því miður er ekki alltaf svo þegar fólk dettur úr vinnu vegna andlegra veikinda, s.s. þunglyndis og kvíða. Þá birtast oft ýmiss konar fordómar og skilningsleysi á veikindum starfsmannsins. Líkamlegir, andlegir og félagslegir þættir hafa oft keðjuverkandi áhrif á heilsuna. Í kjölfar líkamlegra veikinda er til að mynda algengt að fólk finni fyrir mikilli andlegri vanlíðan og geta þá kvíði eða þunglyndi orðið þeir þættir sem helst hindra fólk við daglegar athafnir. Við ákveðnar aðstæður og erfiðleika er eðlilegt að fólk finni fyrir sterkum tilfinningum, s.s. reiði, sektarkennd, depurð og kvíða en þegar þessar tilfinningar eru ríkjandi og vara í langan tíma, án gildrar ástæðu, getur það verið merki um andleg veikindi sem mikilvægt er að bregðast við. Algengi geðrsakana mælist yfirleitt um 20-25% í rannsóknum. Einhver breytileiki er þó á milli rannsókna og eftir því hvaða greiningarviðmið eru notuð. Hlutfall geðraskana í örorku hefur alltaf verið hátt en það hefur aukist meira en aðrir örorkuþættir á síðustu árum (Tómas Zoëga, 2007). Auk þess hefur magn geðlyfja sem læknar ávísa aukist mikið. Því hefur verið velt upp hvort ástæða þessa sé að algengi geðraskana sé að aukast. Rannsókn á algengi geðraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu (Jón G. Stefánsson og Eiríkur Líndal, 2009) og skimleitar athuganir sem gerðar hafa verið benda til þess að algengi geðraskana hafi ekki aukist. Hins vegar má benda á að aðgengi að þjónustu geðlækna og sálfræðinga hefur batnað og getur það leitt til tíðari greininga. Ástæður þess að fleiri fara á örorku vegna geðrask- ana og að ávísun geðlyfja hefur aukist geta verið margbreytilegar. Þróun á vinnumarkaði síðustu ár og áratugi hefur verið á þann veg að vinnan verður sífellt sérhæfðari, hraðari og álag á vinnumarkaði virðist fara vaxandi. Þetta getur reynst þeim erfitt sem glíma við andlega vanlíðan og hindrað þá í að fá og halda vinnu við hæfi. Veikindafjarvistir hafa einnig aukist á undanförnum árum og rannsóknir á ástæðum þess virðast benda til þess að sífellt fleiri sem glíma við depurð, kvíða og fleira telji helstu

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.