Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Blaðsíða 65
65www.virk.is
ATVINNULÍF
Með því að lagfæra vinnuumhverfið
og bjóða starfsmönnum stuðning er
hægt að stytta tímann sem veikindin
standa yfir, draga úr þunga þeirra
og flýta fyrir bata. Geðraskanir eru
einn af leiðandi orsakaþáttum fyrir
fjarvistum frá vinnu. Geðræn vandamál á
vinnustað hafa alvarleg áhrif, ekki bara
fyrir einstaklinginn heldur einnig fyrir
framleiðni og samkeppnishæfni fyrirtækja
og þar með efnahag og þjóðfélagið í heild
(Knifton, Watson, Besten, Grundemann
og Dijkman, 2009).
Geðheilsa
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) skil-
greinir góða geðheilsu á þann veg að
einstaklingnum líði vel, hann átti sig á
eigin getu og möguleikum, ráði við allt
venjulegt álag daglegs lífs, stundi vinnu
sína sjálfum sér og öðrum til gagns og
leggi sitt af mörkum til samfélagsins
(WHO, 2011).
Geðraskanir eru raskanir á geðheilbrigði.
Þær eru algengar og hafa fylgt mann-
kyninu frá örófi alda (Geðhjálp, 2011).
Mikils misskilnings gætir varðandi
geðraskanir. Margir telja að þær hafi
einungis áhrif á lítinn hóp samfélagsins.
Raunin er sú að um 25% fólks mun
einhverntíma á lífsleiðinni finna fyrir
geðröskun. Einnig halda margir að ekki
sé hægt að lækna geðraskanir og að
einstaklingar með geðröskun geti ekki
verið úti á vinnumarkaðinum.
Úrræði fyrir einstaklinga með geðrask-
anir eru mörg árangursrík og meirihluti
þeirra stundar vinnu. Áætlað er að 450
milljónir manna um allan heim þjáist af
einhverri geðröskun (WHO, 2001).
Góð geðheilsa er hverjum manni
mikilvæg. Í þeim efnahagslegu þreng-
ingum sem þjóðin gengur nú í gegnum,
má ætla að geðheilsa vinnandi fólks
sé ofarlega í huga atvinnurekenda.
Heilsufarsvandamál geta komið fram við
álag og því ástæða til að huga að geðrækt.
Góð geðheilsa skiptir meginmáli í mannlífi
hvers þjóðfélags. Einstaklingum, sem
glíma við geðræn vandmál, er hættara
við langtímafjarvistum frá vinnu (Knifton,
Watson, Besten, Grundemann og
Dijkman, 2009).
Þeir sem eiga við andlega vanlíðan að
stríða, eiga frekar á hættu en aðrir að fá
líkamlega sjúkdóma, eins og hjartabilun,
hjartaslag, sykursýki, öndunarerfiðleika
og krabbamein (Kristinn Tómasson,
2006). Ástæðan er rakin til minni
virkni ónæmiskerfisins, slæmrar
hei lsutengdrar hegðunar, lélegrar
meðferðarheldni og félagslegra hindrana
(Disability Rights Commission, 2006).
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að árið
2020 verði þunglyndi næst algengasta
orsök örorku í heiminum (Knifton,
Watson, Besten, Grundemann og
Dijkman, 2009). Á Íslandi hefur örorka
vegna geðraskana aukist. Geðsjúkdómar
eru nú algengasti sjúkdómaflokkurinn
sem leiðir til örorku meðal karla og sá
næstalgengasti meðal kvenna (Sigurður
Thorlacius, Sigurjón B. Stefánsson og
Stefán Ólafsson, 2007).
Þjóðfélagið í dag
Þær breytingar sem hafa orðið í
íslensku samfélagi undanfarið snerta
einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki,
stofnanir, fjármálakerfi og efnahagslíf.
Það er þekkt að úrvinnsla áfalls verður
flóknari þegar um er að ræða erfiðleika
af manna völdum, ekki síst ef enginn
tekur ábyrgð. Sjálfsmynd og félagsstaða
versnar, áhrifaleysi á lausnir ríkir og ekki
er fyrirsjáanlegur endir á áföllunum.
Þegar hætta eða óvissa heldur áfram
sendir heilinn stöðugt út skipanir um að
vera á verði með því að auka framleiðslu
á taugaboðefnum tengdum hættu
og á streituhormónum og viðvarandi
steituástand getur skapast. Algeng
einkenni streitu á vinnustað eru vanlíðan,
skert vinnugeta eða minni einbeiting,
tómlæti, pirringur, kvíði, reiði og tíðari
veikindafjarvistir (Velferðarráðuneytið,
2009). Athuganir á tengslum streitu,
vinnu og heilsu meðal íslenskra kvenna
benda til þess að vinnustreita hafi aukist
meðal yngri kvenna en ekki meðal
kvenna í eldri hópum. Rannsóknir
sýna einnig að þunglyndi er algengara
meðal kvenna en karla (Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið, 2000).