Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Page 70
70 www.virk.is
A
TV
IN
N
U
LÍ
F
ATVINNULÍF
ETV-samtalið
verkfæri ráðgjafa
Soffía hefur notað ETV-samtalið (samtal um
endurkomu til vinnu) töluvert í starfi sínu og segir
það hafa reynst mjög vel
Samtalið er skipulegt samtalsform, verkfæri
sem ráðgjafi notar til að ræða við einstakling um
starf hans, helstu verkefni og vinnuumhverfi,
samskipti á vinnustað og líðan starfsmannsins til
að átta sig betur á hvernig endurkomu til vinnu,
eftir veikindi eða slys, sé best háttað. Einnig er
samtalið góður vettvangur til að ræða um vinnu
og vellíðan og þá þætti sem geta haft áhrif þar á
ef einstaklingur er oft frá vinnu eða með skerta
starfsgetu vegna heilsubrests.
ETV-samtalið nýtist vel við ráðgjöf í starfsendur-
hæfingu þar sem það má nota til að finna
einstaklingsbundnar lausnir sem nýtast síðan í
viðræðum starfsmannsins við yfirmann sinn eða
Góð leið til
árangurs
Samtal um endurkomu
til vinnu
Soffía Eiríksdóttir ráðgjafi hjá BSRB
Soffía Eiríksdóttir er ráðgjafi hjá BSRB fyrir VIRK,
Starfsendurhæfingasjóð. Soffía er menntaður hjúkrunar-
og lýðheilsufræðingur og hún telur þá menntun henta
vel í starfi ráðgjafans. Ráðgjafar VIRK eru staðsettir hjá
stéttarfélögum um allt land og hafa leitað úrlausna fyrir
stóran hóp einstaklinga sem hafa leitað til þeirra.
„Við reynum að efla styrkleika fólks
og finna tækifæri til að aðstoða það
við endurkomu á vinnumarkað og
til að auka starfsgetu þess í kjölfar
heilsubrests. Það eru gerðar miklar
kröfur til einstaklinga á vinnu-
markaði í dag og oft er meira álag
í starfi þótt starfshlutfallið hafi
jafnvel minnkað. Vinnuveitendur
eru engu að síður opnir fyrir því að
skoða málin og þær ólíku aðstæður
sem upp koma þegar einstaklingar
lenda í veikindum eða slysum.“