Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Síða 72

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Síða 72
72 www.virk.is A TV IN N U LÍ F ATVINNULÍF Fjarvistastjórnun og endurkoma til vinnu – skref fyrir skref Inngangur Veikindafjarvistir tengjast heilsu og líðan einstaklinga og þeim starfskröfum sem gerðar eru á mismunandi vinnustöðum og í ólíkum störfum. Áhrif má hafa á tíðni og lengd fjarvista með góðu skipulagi á vinnustað, öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi, meðvitaðri stjórnun fjar- vista og stuðningi við endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys. Algengt er að stefna og eða ferli í fjarvistastjórnun falli undir heilsustefnu, starfsmanna- eða mannauðsstefnu fyrirtækja. Fjarvistastjórnun og stuðningur við endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys á að vera hluti af stefnu fyrirtækja og hefur meðal annars þann tilgang að styrkja ráðningarsamband einstaklinga. Í fjarvistastjórnun eru notaðir skilgreindir vinnuferlar um tilkynningar, skráningu og viðbrögð við veikindafjarvistum, fræðslu og upplýsingagjöf til starfsmanna og stjórnenda, umbætur á vinnuaðstöðu og endurkomu til vinnu eftir veikindi. Mikil- vægt er að í hverju fyrirtæki og stofnun sé ákveðinn aðili sem ber ábyrgð á að innleiða og fylgja eftir fjarvistastefnunni og greiningarvinnu varðandi fjarvistir. Fylgjast þarf með veikindafjarvistum á kerfisbundinn hátt, hafa reglulega samband við veika starfsmenn og auðvelda þeim að koma aftur til starfa þegar heilsa þeirra leyfir. Mikilvægt er að ræða við starfsmenn sem eru oft eða lengi fjarverandi með það í huga að finna lausnir á vandamálum sem hugsanlega eru til staðar. Hluti af ferlinu er að greina á milli tegunda fjarvista, finna orsakir og kanna hvort hægt sé að hafa áhrif á ástæður sem liggja að baki. Hlutverk stjórnandans er m.a. að sýna eðlilega umhyggju og aðstoða starfsmanninn við að finna lausnir. Allar upplýsingar um veikindi og fjarvistir einstakra starfsmanna eru persónulegar upplýsingar sem meðhöndla skal sem slíkar og eyða við starfslok. Markmið Tilgangur með fjarvistastefnu er margþættur og og felst í að: Standa vörð um heilsu starfsmanna • og tryggja að aðstæður í vinnu og vinnuumhverfi séu heilsusamlegar. Stuðla að farsælli endurkomu til • vinnu eftir veikindi eða slys. Mótaðir séu skýrir og þekktir • ferlar um viðbrögð við fjarvistum starfsmanna til að tryggja samræmi og viðeigandi viðbrögð. Vera leiðbeinandi og móta • lausnarmiðað viðhorf starfsmanna og stjórnenda til viðbragða vegna fjarvista og endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys. Tryggja það að vinnustaðurinn • komi til móts við einstaklinga með skerta starfsgetu, ef þeir geta unnið þrátt fyrir minniháttar veikindi eða langvarandi einkenni. Vinnuumhverfi og menning á vinnustað Eitt það mikilvægasta sem vinnustaðir geta gert til að hafa áhrif á fjarvistir vegna veikinda er að móta stefnu sem byggir á greiningu og umfangi fjarvista og gefa skýrar leiðbeiningar um hvernig á að fyrirbyggja og bregðast við fjarvistum starfsmanna. Slík stefna þarf að gilda um alla í fyrirtækinu svo hún verði trúverðug og árangursrík. Menning innan vinnustaðarins getur verið með þeim hætti að hún ýti undir auknar fjarvistir starfsmanna og leiði til hindrana við endurkomu til vinnu, hvort sem þær eru til skamms tíma eða langvinnar. Skýrir verkferlar og ákveðin stefna getur hins vegar haft hér jákvæð áhrif og góð fjarvistarstjórnun er leið til að bæta vinnufyrirkomulag og aðstæður á vinnustað. Ekki er hægt að koma í veg fyrir allar fjarvistir, en það er hægt að draga úr þeim með vali á aðferðum sem taka tillit til aðstæðna tengdum störfum og menningu á vinnustað. Taka þarf tillit til fjölþættra ástæðna veikindafjarvista þegar verið er að leita leiða til að ná árangri við að aðstoða fólk í veikindum. Með fjarvistastefnu og skráningu fjarvista, ásamt almennri umræðu um fjarvistir og þekkingu starfsmanna á verkferlum fjarvistastjórnunar í viðkomandi fyrirtæki, aukast líkur á að hægt sé að draga úr tíðni og lengd fjarvista. Menning fyrirtækis,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.