Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 81

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2011, Side 81
81www.virk.is UPPLÝSINGAR Heimasíða Heimasíða VIRK (www.virk.is) inniheldur ýmsan fróðleik um starfsemi VIRK og einnig um starfsendurhæfingu bæði hérlendis og erlendis. Þar er t.d. að finna yfirlit þjónustu úrræðaaðila í starfsendurhæfingu eftir landshlutum og ýmsar fræðigreinar um starfsendurhæfingu. Úr veikindum í vinnu Bæklingurinn „Úr veikindum í vinnu“ er ætlaður einstaklingum sem eru með skerta starfsgetu og inniheldur hann ýmis góð ráð og fróðleik um mikilvægi vinnunnar í bataferlinu. Einnig er að finna í honum ýmsar upplýsingar um þjónustu VIRK og þjónustu ráðgjafa í starfsendurhæfingu. Allir einstaklingar sem koma til ráðgjafa fá þennan bækling afhentan. Vinnum saman Fræðslubæklingurinn „Vinnum saman“ er ætlaður stjórnendum og starfsmönnum í atvinnulífinu. Í honum er fjallað um leiðir sem stuðla að farsælli endurkomu einstaklinga til vinnu eftir veikindi eða slys. Í bæklingnum eru einnig leiðbeiningar um samskipti fyrir starfsmenn, stjórnendur og atvinnurekendur og fjallað er um hlutverk ráðgjafa í starfsendurhæfingu ásamt fróðleik um tengsl veikinda og vinnu.

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.