Morgunblaðið - 10.10.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.10.2019, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1 0. O K T Ó B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  238. tölublað  107. árgangur  SEGJA SÖGUR AF KINDUM Í NÝRRI BÓK HROLLVEKJ- ANDI OG LITRÍKT TILBÚINN AÐ LEYSA ARON EINAR AF JOKER bbbmn 72 RÚNAR MÁR 67DAGLEGT LÍF 12 „Ísbjörninn er tignarlegur og ekki annað hægt en að fyllast lotningu fyrir þessari harðgerðu skepnu,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari í grein í blaðauka um norðurslóðir, Björgum heiminum, sem fylgja mun Morgunblaðinu á morgun. Ragnar kom auga á ísbjörninn á lítilli eyju í Scoresbysundi í september síðastliðnum. Þetta er í sjöunda sinn sem Morgun- blaðið gefur út blaðauka á íslensku og ensku um téð svæði í tengslum við ráðstefnuna Hringborð norðurslóða – Arctic Circle, sem hefst í Hörpu í dag og stendur til sunnudags. »20 Ekki annað hægt en að fyllast lotningu Morgunblaðið/RAX „Mamma mín er enn í Sýrlandi en ég hef ekki hitt hana í fjögur ár. Id- lib er hryllingur og við getum ekki talað um ástandið þar því það er of skelfilegt til að það sé hægt. Við treystum okk- ur ekki til þess. Enginn möguleiki að komast úr því helvíti og mamma mín er orðin gömul og treystir sér ekki í erfitt og hættulegt ferðalag,“ segir Khetam Alhamami, flóttakona frá Sýrlandi. Dóttir hennar slasaðist alvarlega í árás stjórnarhersins á Aleppo og Khe- tam þurfti sjálf að gera að sárum hennar þar sem ekkert sjúkrahús var lengur starfandi. »36-37 Hind Hammede og Khetam Alhamami. Engin leið úr helvíti  Á flótta frá Sýrlandi Baldur Arnarson Pétur Hreinsson Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Al- menna lífeyrissjóðsins, segir sjóðinn vel í stakk búinn til að takast á við verðsveiflur á húsnæði. Tilefnið er sú niðurstaða Seðlabankans að áhætta á íbúðamarkaði hafi aukist. Til dæmis gæti íbúðaverð lækkað í miðborginni. Lífeyrissjóðirnir hafa styrkt stöðu sína á markaði með íbúðalán. Birtist það m.a. í því að Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur endur- skoðað útlánaskilyrði. Vöxtur útlána muni að óbreyttu leiða til ójafnvægis í áhættudreifingu. Ekki náðist í fulltrúa sjóðsins vegna þessa. Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri LSR, segir mikla ásókn í íbúðalán hjá sjóðnum. „Það er ekkert sem bendir til að eftirspurnin sé að dragast saman,“ segir Harpa. Meirihlutastöðu bankanna ógnað Viðmælandi blaðsins í lífeyrissjóðakerfinu taldi aðspurður að meirihlutastöðu bankanna á íbúðalánamarkaði væri ógnað. Neytendur leit- uðu í bestu kjörin. Sú þróun getur aftur haft áhrif á verðmæti eignarhluta ríkisins í bönkum. Annar viðmælandi taldi að þótt áhætta sjóð- anna af íbúðalánum kynni að aukast vegna auk- innar óvissu hefði hækkandi fasteignaverð síð- ustu misseri styrkt veðin í eignunum. Heilt yfir væri þetta ekki mikið áhyggjuefni. Fram kemur í nýjum Fjármálastöðugleika að rekstrar- umhverfi fyrirtækja sé að þyngjast og vanskil að aukast í byggingariðnaði og ferðaþjónustunni. Sókn lífeyrissjóða í íbúðalán gæti falið í sér meiri áhættu  Ásókn í lán sjóðanna  Seðlabankinn bendir á áhættuþætti í hagkerfinu MFjármálastöðugleiki »10, 11 og 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.