Morgunblaðið - 10.10.2019, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 10.10.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2019 NET LAGERSALA SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Skattur dregur ekki úr urðun  Sorpa segir að nýr urðunarskattur muni lenda á íbúum og fyrirtækjum Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sorpa leggst alfarið gegn hugmynd- um um að leggja á urðunarskatt. Telur Sorpa augljóst að tilgangur hugmynda um þennan skatt sé ekki verndun umhverfisins eða aukning í endurvinnslu eða endurnotkun. Til- gangurinn virðist ekki heldur vera að minnka úrgang því urðunarskatt- ur sé lélegt stjórntæki til þess. Í umsögn Sorpu um frumvarp um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga næsta árs er undirbúningur málsins gagnrýndur harðlega. Skattinn er fyrirhugað að leggja á um áramót og segir Sorpa að lítill tími gefist til undirbúnings eða við- bragða og talið að jafnvel mætti kalla framkvæmdina eignaupptöku. Þrefalt hærra gjald en í Evrópu Rakið er hvernig staðið er að mál- um í Evrópu. Urðunarskattur er ekki lagður á í öllum ríkjum Evrópu. Reiknast Sorpu til að meðaltal urð- unarskatts þar sem hann er lagður á sé 4,93 krónur á kíló en 4,38 krónur ef allra hæsti skatturinn er undan- skilinn. Hér er áformað að urðunar- skattur verði 15 krónur á kíló. „Verði sá skattur lagður á þýðir það 62% hækkun á urðunargjaldi hjá Sorpu. Því gjaldi verður ekki mætt öðruvísi en með hækkun gjaldskrár sem þá bæði íbúar og fyrirtæki þurfa að greiða,“ segir í umsögninni. Bein útgjaldaaukning íbúa á starfssvæði Sorpu vegna urðunar- skatts er talin verða 795 milljónir kr. á ári. Ekki sé hægt að tengja gjaldið við það sem hver íbúi lætur til urð- unar og þess vegna verði að inn- heimta gjaldið sem aukagjald á hvern íbúa, óháð magni til urðunar. Að auki þurfi atvinnulífið að greiða um 1,6 milljarða króna og sá kostn- aður muni með einhverju móti greið- ast úr veskjum íbúa. Fullyrðing stenst ekki Sorpa vísar í skýrslu frá Um- hverfisstofnun Evrópu og fullyrðir að ekkert samband sé hægt að finna á milli upphæðar urðunarskatts og endurvinnslu. Sú fullyrðing sem fram kemur í greinargerð með frum- varpinu að álagning urðunarskatts leiði til meiri endurvinnslu standist ekki skoðun. Ekki sé heldur hægt að færa sönnur fyrir því að hlutfall urð- unar sé lægra í þeim löndum sem urðunarskattur hefur verið lagður á. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Á síðustu tveimur árum hafa um 12 þúsund skattgreiðendur, á hvoru ári, ofnýtt persónuafslátt sinn, að meðal- tali um 156 þúsund krónur á ári. Þeir voru því í skuld við innheimtumann ríkissjóðs við álagningu gjalda á árinu eftir, með tilheyrandi óþæg- indum og kostnaði. Kemur þetta fram í umsögn ríkis- skattstjóra um frumvarp um breyt- ingar á lögum um tekjuskatt og lög- um um staðgreiðslu gjalda þar sem meðal annars er gert ráð fyrir fjölg- un skattþrepa úr tveimur í þrjú. Rifjað er upp að töluverð reynsla sé fyrir því að skattþrep einstaklinga séu fleiri en eitt, svo sem var lengst af. Þó verði að hafa í huga að tölu- verð hætta sé að því að persónu- afsláttur sé ranglega nýttur þegar skattþrepin eru fleiri, ekki síst hjá þeim sem starfa hjá fleiri en einum launagreiðanda eða eru að breyta um vinnustaði innan staðgreiðslu- ársins. Tæpir tveir milljarðar á ári Í umsögninni er nefnt sem dæmi að á staðgreiðsluárinu 2017 nam of- nýting persónuafsláttar ríflega 1,8 milljörðum króna samtals hjá 11.816 einstaklingum og á árinu 2018 of- nýttu 12.322 persónuafslátt að fjár- hæð 1,9 milljarðar. Bæði árin var tekjuskattur innheimtur í tveimur skattþrepum. Meðalfjárhæðin bæði árin var um 156 þúsund krónur en langflestir ofnýttu að meðaltali 75 til ríflega 240 þúsund á ári. Þetta leið- réttist þegar gert er skattframtal og skuldin innheimt árið eftir. Ríkisskattstjóri getur þess að reynt sé að hafa eftirlit með nýtingu persónuafsláttar. Hann er nú alfarið rafrænn enda notkun skattkorta hætt fyrir nokkrum árum. Nauðsyn- legt sé að gera betur í eftirliti en það kosti fjármuni. Besta leiðin væri að nýta rafrænar aðferðir að öllu leyti við ákvörðun á persónuafslætti. Slíkt sé þó ekki í sjónmáli að óbreyttu. 12 þúsund skattgreiðendur ofnýta persónuafsláttinn  Meiri hætta á ofnýtingu þegar skattþrep eru fleiri Alls hafa sjö einstaklingar greinst með inflúensu A á síðustu dögum. Þar af eru sex inniliggjandi á Landspítala en einn leitaði þangað á bráða- móttökuna. Þrír af þeim voru með inflúensu A(H3) en undir- greiningu hjá fjórum er ekki lokið. Sóttvarnalæknir telur að þrátt fyrir þessi tilfelli fari flensan ekki á flug fyrr en um áramótin, eins og venjulega. Gripið hefur verið til aðgerða til að draga úr útbreiðslu veirunnar á Landspítalanum með eflingu sýk- ingavarna og einangrun þeirra sem eru með staðfesta inflúensu eða klínísk einkenni hennar. Einnig er bólusetning hafin á þeim deildum þar sem veiran greindist. Stöku tilfelli af inflúensu grein- ast oft að hausti áður en veiran fer að breiðast út í samfélaginu, sem er yfirleitt seinnipartinn í desem- ber eða janúar. Í tilkynningu sótt- varnalæknis er tekið fram að þótt inflúensan greinist núna sé ekki líklegt að hún fari á flug fyrr en um áramótin í samræmi við far- aldsfræði árlegrar inflúensu. Sjö þegar greinst með flensu Kvef Inflúensan er byrjuð að greinast.  Búist við meiri út- breiðslu um áramót Spáð er tals- verðri rigningu um landið norð- an- og austan- vert í dag. Úr- koman mun að mestu falla sem snjókoma í fjöll og getur færð á fjallvegum spillst. Rigning og slydda verður einnig í þessum landshlutum á morgun. Um helgina verður síðan lítils háttar væta í flestum landshlutum. Veðurstofan segir að búast megi við auknu afrennsli og vatnavöxt- um norðaustantil á landinu í dag og er fólk á þessu svæði hvatt til að huga að niðurföllum. Færð á fjallvegum getur spillst Snjór Hætta er á færð geti spillst. Útför Haraldar Sveinssonar, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra og stjórnarformanns Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, var gerð frá Dóm- kirkjunni í gær. Séra Jón Ásgeir Sigurvinsson annaðist athöfnina. Kári Þormar var organisti. Kammerkórinn Schola cantorum söng. Synir Haraldar, barnabörn og tengdadóttir Soffíu dóttur hans báru kistu hans úr kirkju. Fremstir eru Jóhann og Sveinn Haraldssynir, næstir þeim eru Agnes Jónasdóttir og Marta Eiríksdóttir, þá Edda og Haraldur Civelek og aftast ganga Daní- el og Alexander Jóhannssynir. Útför Haraldar Sveinssonar frá Dómkirkjunni Morgunblaðið/Hari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.